Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 23
Frá hæstarc.Ui janúar—júní 1951 237 dóminn, ef krafan hefði verið sæmilega rökstudd? Merkja orð dómsins: „Eins og á stendur“ það, að ekki skuli ómerkja dóminn sakir yfirsjónar dómarans, af því að frávísunar- krafan varðaði aðeins einn kröfulið af fleirum? Það er auðvitað stundum álitamál, hvort ómerkja eigi héraðsdóm vegna skorts á rökstuðningu, sbr. 1. málsgr. 193. gr. laga nr. 85/1936, eða ekki. Og það er vonlegt, að hæstiréttur kynoki sér við að ómerkja dóm, sem hann telur réttan að öðru leyti, sakir smávegis smíðagalla. 2. Mat og skoðun (hrd. 31/5). Árið 1946 framkvæmdi A jarðborun eftir köldu vatni fyrir B eftir beiðni hans. Að verkinu loknu krafðist A rúm- lega 17000 króna fyrir það, sem B taldi óhæfilega mikið. I máli út af verkkaupinu voru að beiðni B dómkvaddir tveir menn til þess að meta, hvort verkið hefði að haldi komið, og, ef svo reyndist ekki, orsakir þess, og hvað verk- ið hefði kostað A. Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu, að verkkaupið hefði réttilega átt að vera tæpar 5000 kr., og rekja orsakir þess, að verkið bar ekki árangur. A vildi ekki una raatsgerð þessari og voru samkvæmt kröfu hans dómkvaddir þrír yfirmatsmenn, og varð niðurstaða þeirra sú, að hæfilegt endurgjald fyrir verkið væri rúmar 14000 kr. Því næst krafðist B þess, að enn yrðu dómkvaddir tveir menn til þess að skoða boranirnar og meta endurgjald fyrir þær. Gegn mótmælum A úrskurðaði héraðsdómari, að dómkvaðningin skyldi fram fara. Þennan úrskurð kærði A til hæstaréttar og krafðist ógildingar á úrskurðinum. Var sú krafa tekin til greina, með því að undirmat og yfir- mat hafði farið löglega fram og hvorir tveggja matsmanna hefðu látið allrækilegar matsgerðir frá sér fara. 3. Aðiljayfirlýsingar. — Lögjöfnun (hrd. 3/4). Að hálfu varnaraðilja var lýst yfir því, að gagnasöfnun væri lokið. Eftir það lögðu þeir fram gögn, sem mótmælt var af hálfu gagnaðilja, en auk þess mótmælti hann, með skírskotun til yfirlýsingarinnar, staðfestingu þeirra fyrir

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.