Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Qupperneq 24
238
Tímarit lögfrxSinga
dómi. Meiri hluti hæstaréttar segir aðilja að vísu bundna
við yfirlýsingu sína um lok gagnasöfnunar, en með því að
gögn þessi kunni að skipta máli um úrlausn sakarefnis,
þá sé rétt að veita aðiljum samkvæmt löggjöfnun frá 120.
gr. laga nr. 85/1936 kost á að láta staðfesta þau fyrir
dómi. Tveir dómenda hæstaréttar töldu varnaraðilja einn-
ig bundna við áðurnefnda yfirlýsingu, og væri þeim því
fyrirmunað að láta staðfesta gögnin, með því að skilyrði
lögjöfnunar frá 120. gr. væru ekki fyrir hendi.
Samkvæmt 120. gr. skal dómari, sem eftir dómtöku
máls verður var við verulegan brest á skýrleik í yfirlýs-
ingum aðilja eða á upplýsingum um málavexti að öðru
leyti, og ef honum virðist ákvæða 114. eða 115. gr. laganna
ekki hafa verið nægilega gætt, kveðja aðilja fyrir dóm og
veita þeim kost á að bæta úr því eftir föngum, sem á fátt
er um yfirlýsingar eða upplýsingar. Hér er gott dæmi þess,
að vafasamt kann að vera mat á því, hvort nota megi
lögjöfnun frá tilteknu lagaboði.
Frávísun. — Mat (hrd. 21/2.).
Á hernámsárunum var afnotaréttur ýmissa landeigna
á landi þeirra (X) skertur vegna aðgerða herliðsins. Bæt-
ur höfðu verið metnar fyrir þá afnotaskerðingu og þar í
faldar bætur fyrir skerðingu hlunninda, svo sem reka og
æðarvarps. Fimmtán aðrir landeigendur höfðuðu mál gegn
ríkissjóði fyrir afnotaskerðingu á landi sínu (Y), sem eigi
var nema að litlu leyti falið í því landi (X), sem áður
höfðu verið metnar bætur fyrir. Kröfðust landeigendur
þessir tiltekinnar bótahæðar í einu lagi fyrir afnotaskerð-
ingu allo síns lands, er skerðingin náði til, og miðuðu við
bætur þær fyrir hvern hektara, sem metnar höfðu verið
fyrir afnotaskerðingu á hinu áðurnefnda landi (X), með
því að þeir töldu alveg bera að fara eftir því mati, enda
þótt gagnaðili teldi það ekki sambærilegt við hitt landið.
Jafnvel þótt héraðsdómari benti þeim á að láta mat fara
fram sérstaklega á bótum fyrir þá afnotaskerðingu, sem
þeir hefðu orðið fyrir, þá létu þeir það undan fallast. Vís-