Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 39
Frá hæstarétti janúar—júuí 1951 253 sem í gjalddaga koma eftir gildistöku laganna, með eldra eða nýja genginu? í 8. gr. er eftir orðunum miðað við það, að skuldin sé tiltekin í íslenzkuvi krónum. Þessu skilyrði var að formi til fullnægt í framangreindum skiptum, að því leyti sem söluverðið var þannig ákveðið, en skulda- bréfið hljóðaði þó um danskar krónur, en ekki íslenzkar. Eftir úrlausn hæstaréttar mætti ætla, að lánardrottinn gæti ekki fengið í dæminu, sem nefnt var, fleiri íslenzkar krónur eftir gengisfellinguna en hann gat fengið fyrir hana. Samkvæmt markmiði sínu áðurnefndu hlyti 8. gr. að taka til þessara tilvika, þó að orðin geri það ekki bein- Hnis. Hins vegar hefur víst engum komið til hugar, að eldri skuldir við erlenda lánardrottna, sem rót sína eiga að rekja til annarra skipta en í 8. gr. segir og greiða skal í erlendum gjaldeyri, sæti ákvæðum greinarinnar. 2. A gaf út skuldabréf í desember 1948 í íslenzkum krón- um. Skuldina skyldi greiða með jöfnum árlegum afborg- unum, og vextir tilteknir. Það ákvæði var í bréfinu, að ef framfærsluvísitalan væri 10% eða meira hærri á gjald- daga en verið iaafði á síðasta gjalddaga á undn, þá skyldu afborganir og vextir hækka að sama skapi. Á 2. gjalddaga var framfærsluvísitala komin upp um meira en 10%. Var skuldunaut skylt að greiða afborgun og vexti með þeirri hækkun ? Því skilyrði, að skuld er ákveðin í íslenzkum krón- um, er fullnægt, en niðurlagsorð 8. gr., þar sem gert er ráð fyrir því, að skuldin skyldi vera háð gengi erlends gjaldeyris, eiga ekki beinlínis við. En athugandi er þá, hvort ákvæði greinarinnar verði notuð. Vísitölu-klausan verkar á sama hátt og gengis-klausa, að svo miklu leyti sem gengisfellingin veldur hækkun á framfærslukostnaði, og markmið og sjónarmið þau, sem liggja greininni til grundvallar samkvæmt hæstaréttardóminum, sýnast hér eiga við. Verður fróðegt að sjá, hvernig hæstiréttur leysir úr þessu máli, sem vel getur undir hann borið innan skamms. 3. Gengis-klausúlur, sem tengdar verða við skuld vegna innanlandsviðskipta eftir gildistöku laga nr. 22/1950 munu

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.