Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 45
Frd hæstarcLii janúar—júví 1901 250 3. Ojnnberir slarfsmenn. — Sönnun (hrd. 7/2). Stúlkan A. sem var unnusta lögreglumanns B, átti heima á X-götu 10. Aðfaranótt 1. febr. 1949 um kl. 1 kvað hún nafngreindan mann, sem hún og faðir hennar tjá sig hafa þekkt, hafa verið á ferli utan við og í grennd við téð hús. Birta var ekki góð, er þau horfðu á manninn, og var hann líka í nokkurri fjarlægð. Þrjú vitni báru, að inn nafn- greindi maður hefði verið á heimili þeirra þessa nótt. Sami maður var einnig borinn því, að hann hefði verið við áðurnefnt hús aðfaranótt 3. febrúar. Tvö vitni báru, að hann hefði verið á heimili þeirra til klukkan rúmlega 1 aðfaranótt 3. febrúar, og eitt vitni bar sig hafa séð ljós í herbergi mannsins kl. rúmlega 12, en myrkur hafi verið þar áður, enda mundi vitnið hafa orðið þess vart, ef nokkur hefði eftir það farið út úr húsinu. Var því talið algerlega ósannað, að inn nafngreindi maður hafi verið á ferli kringum húsið X-götu 10 á áðurnefndum tímum. Lögreglumaðurinn, sem virðist hafa grunað mann- inn um návist við húsið, handtók hann kl. milli 2 og 3, þar sem hann hvíldi í rekkju sinni, með talsvei'ðum harðræð- um. Var þessi verknaður talinn varða við 131. gr. hegn- ingarlaganna, og refsing mælt 20 daga varðhald. Tveir dómenda vildu ákveða 2 500 kr. sekt með vararefsingu, 20 daga varðhaldi. Opinberir starfsmenn. — Meiöyrði (hrd. 17/1). Blað eitt birti ummæli um opinberan starfsmann, er fólu í sér harðorðar sakargiftir um misnotkun stöðu hans í ávinningsskyni í sambandi við húsbyggingu. Nokkra af starfsmönnum, sem undir hann voru gefnir, hafði hann að vísu látið vinna eitthvað að húsbyggingunm og nota við hana fáein skipti bifreiðar fyrirtækis þess, er hann veitti forstöðu, og gjaldkera þessa fyrirtækis lét hann ann- ast greiðslur vegna húsbyggingarinnar. Fé lagði hann sjálf- ur fram til greiðslu á launum verkamannanna og á bif- reiðakostnaði, enda hafði hann brýnt fyrir verkamönn- unum að telja sér til skuldar þá vinnu, sem þeir inntu

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.