Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 46
200 Tímarit löyfræbinga af hendi í hans þágu. Þessi háttur var að vísu ekki talinn viðeigandi af hálfu opinbers starfsmanns, en það var ekki talið réttlæta ummælin, enda var dróttuð að honum raka- laust ólögleg taka efnis og viðtaka tollsmyglaðra vara. Voru illmælin talin varða við 108. gr. hegningarlaganna. 4. Skattar og gjöld. — Lögjöfnun (hrd. 22/1). G framseldi Þ leyfi til innflutnings bifreiðarinnar X, „án samþykkis gjaldeyrisyfirvalda“. Þ tók síðan við bif- reiðinni úr hendi innflytjanda og greiddi hana. Bifreiðin var metin kr. 60000,00, og var Þ nú krafinn um 20% söluskatt í ríkissjóð, eða kr. 12000,00, með skírskotun til 31. gr. laga nr. 100/1948. Hæstiréttur taldi afhendingu innflutningsleyfisins til sölu bifreiðarinnar innanlands, og dæmdi Þ því skylt að greiða söluskattinn, og lögtak í bifreiðinni honum til tryggingar skyldi því fram fara. Söluskattur (hrd. 1/6) A hafði árið 1946 selt innlendar bækur í umboðssölu fyrir ýmsa bókaútgefendur fyrir 146350 krónur. Af sölu- verðinu fékk A 20%, eða 29270 krónur. Var hann krafinn um söluskatt af öllu söluverði bókanna. Kom það fram í málinu, að bókaútgefendur höfðu goldið söluskatt af 80% útsöluverðs þeirra. Var A því talið skylt að greiða söluskatt einungis af þeirn 20%, sem hann fékk af sölu- verðinu, með því að aðeins ein sala á bókunum hefði farið fram, en sölulaun hans verði talin koma í stað venju- legrar álagningar. Er í dóminum réttilega skírskotað til 21. gr. sbr. a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 til stuðnings þessari niðurstöðu. E. A.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.