Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 7
Upptaka ólöglegs ávinnings. 191 útbreiðslu búfjársjúkdóma. Þar er því ekki um upptöku að ræða. 5. Munir e8a ávinningur, sem aflað hefur veri'ð með broti (res scelere quaesitae). Hér er átt við muni eða fé, sem aðili hefur komizt yfir með broti, svo sem stolna muni, mútufé, ágóða, sem aflað er með svikum, broti á verðlags- löggjöf o. s. frv., án þess að eignir þessar hafi beinlínis orðið til eða verið framleiddar með hinu refsiverða atferli, sbr. 2. tölulið hér að framan. Almennt ákvæði um ávinn- ingsupptöku er í 3. tölul. 1. mgr. 69. gr., og verður rætt um það í II, hér á eftir. I öðrum lögum eru fá ákvæði um upp- ■töku ávinnings, sbr. sem dæmi 12. gr. laga nr. 45/1946. Ef skilyrði til að gera hlut upptækan hafa verið fyrir hendi, en hluturinn hefur farið forgörðum, áður en dómur gengur, kemur til álita, hvort heimilt sé að gera upptæka fjárhæð, sem svarar til verðmætis hlutarins, það er jafn- virði (æquivalent) hans. Á þetta ekki skylt við ávinnings- upptöku, þar sem jafnvirði hlutarins þarf ekki að svara til ávinnings sökunauts af broti. Að því er varðar upptöku samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 69. gr., þá leiða hvorki orð laganna né l^garök til þess, að jafnvirði sé gert upptækt. Sama mun að jafnaði gilda um upptöku samkvæmt sér- lögum, þar á meðal um upptöku hluta, sem orðið hafa and- lag brots. Frá því kunna þó að vera undantekningar, og verður það að athugast hverju sinni, er upptöku skal dæma eftir sérákvæðum. Um jafnvirðisupptöku, að því er varðar 3. tölul. 1. mgi'. 69. gr., verður síðar rætt. Það er sameiginlegt öllum upptökuákvæðum, að eigandi er sviptur eignarrétti með opinberri valdbeitingu án bóta. Skýrgreining, sem reist væri á þessum einkennum einum, mundi þó ekki nægja til að greina upptöku frá öðrum teg- undum opinberrar eignarsviptingar án bóta, svo sem skatt- heimtu. Þá þarfnast það einnig athugunar, hvaða skilyrði verði að vera fyrir hendi til þess, að upptökuákvæði brjóti ekki í bága við fyrirmæli 67. gr. stjómarskrárinnar um eignarnám. Þegar athuguð eru þau atvik, sem upptöku eru látin valda, þá kemur greinilega í ljós, að þau standa í

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.