Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 13
rétt alþingis til að lýsa yfir vilja sínum með þingsályktun- um, en í þeim felast einmitt oft og tíðum áskoranir til ríkis- stjórnarinnar um að gera hinar eða þessar stjórnarfram- kvæmdir. Þótt misjafnlega mikið reyni á þéssi ákvæði í framkvæmd, hafa þau að sjálfsögðu sína þýðingu. Enginn vafi er t. d. á því, að þingsályktanir og fyrirspurnir þing- manna hafa mikil áhrif á gerðir ríkisstjórnarinnar, bæði beint og óbeint. Nefna má það og í þessu sambandi, að þrír fjórðu þingmanna í sameinuðu þingi geta vikið lýðveldis- forsetanum frá embætti um stundarsakir, og fyrir fullt og allt, ef ályktun þeirra er samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fara skal fram innan tiltekins tíma. Sé álykt- un þingsins hins vegar felld við þjóðaratkvæðagreiðslu, skal rjúfa þing og efna;til nýrra kosninga, sbr. 3. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar. Af framansögðu er Ijóst, að.alþingi hlýtur að ráða því, hversu ríkisstjórn e'r skipuð á hverjum tíma. Um leið hlýtur og alþingi að mark^ stjórnarstefnuna í megin'atriðum, t. d. hvaða stefnu skuli fylgt í efnahags- og atvinnumálum, hvort hallast skuli að aukinni þjóðnýtingu, áætlunarbúskap eða frjálsri samkeþpni, hvaða meginstefnu skuli fylgt í utanríkismálum o. s.‘ frv. En hér við bætist, áð alþingi eru fengin yfirráð yfir fjárstjórn ríkisins, svo sem alla jafna mun tíðkast í þingstjórnarlöndum. Löggjafanum, og þar með fyrst og fremst aðalhandhafa löggjafarvaldsins, alþjngi, er samkvæmt stjórnarskránni áskilinn réttur til að ákvarða um tekjur ríkisins og gjöld. Engan skatt má því á leggja, breyta né af taka, nema með lögum, 40. gr. stjskr. Engin gjöld má ríkið inna af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum, sbr. 41. gr. stjskr., en frumvarp til fjárlaga skal leggja fyrir hvert reglulegt alþingi, og skal í því fólgin greinar- gerð um tekjur ríkisins og gjöld, 42. gr. stskr. Þessu síð- astnefnda stjórnarskrárboði, um efni fjárlaga, er í raun- inni ekki fylgt bókstaflega. 1 fjárlagafrumvarpi er að vísu greinargerð eða réttara sagt áætlun um tekjur og gjöld 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.