Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 61
hvers vegna úrlausn héraðsdómara hefur verið breytt, og má víst fullyrða, að greinargerð dómsins er venjulega svo glögg, að ekki er um að villast, hvað úrslitum hefur ráðið. En ef nokkur skynsamlegur vafi rís í því efni, þá mundi geta verið ástæða til að athuga málsskjölin. Þegar um munnlega flutt einkamál er að tefla, þá kann að vera hugsanlegt, að málsskjölin veiti ekki réttar upplýs- ingar um það, hvað fram hefur komið í flutningi máls. Því, sem neitað hefur verið í greinargerð, kann að vera játað'í munnlegum flutningi máls, samkomulag hefur orðið um, að tilteknar varnir, sem málsskjölin hafa að geyma, skuli ekki hafðar uppi o. s. frv. Þegar svo stendur á, þá mundi dómsúrlausn segja til um þessi atriði. En ef dómara skyldi gleymast það, þá mundi eftirgrennslan í dómsskjölum ein- ungis leiða gagnrýnanda í glapstigu. En sjálfsagt munu slík tilvik heldur fá. Flestar úrlausnir héraðsdómara, og sérstaklega héraðs- dómara í Reykjavík, eru nú orðið svo rækilegar bæði um lýsingu atvika og um þýðingu þeirra, að könnun á máls- skjölum er sjaldan líkleg til þess að leiða nokkuð nýtt í Ijós, er efni máls varðar, enda bætir hæstiréttur venjulega úr um það, sem áfátt kann að reynast. Könnun málsskjala gæti sjálfsagt einstöku sinnum orðið dómstólum til verndar gegn réttmætri gagnrýni, sem annars hefði e. t. v. komið fram. En ef málsskjalakönnun leiðir það t. d. í ljós, að dóm- ari hefur gengið fram hjá staðreynd, málsástæðu, mótmæl- um eða mótmælaskorti í dómi sínum, þá væri við því búið, að hann sætti gagnrýni fyrir það, enda mætti gagnrýnanda vel sýnast, að dómari hefði ekki notað með réttum hætti annars það, sem málsskjöl hefðu þó sýnt. 1 opinberum mál- um mætti og vera, að könnun málsskjala sýndi það, að hæstiréttur hefði látið hjá líða að finna að göllum á með- ferð héraðsdómara eða annarra, sem við mál hefðu komið. Ekki er það ætlun mín að mæla dómendur undan kurteis- legri gagnrýni og rökstuddri, en ef hætta er.á því, að slík gagnrýni geti hnekkt virðingu eða trausti dómstóla, þá er

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.