Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 68
reglur. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að sækja í einu kjörskrármáli kröfur um, að fleiri menn en einn verði teknir á kjörskrá eða fleiri menn en einn felldir af kjör- skrá. Hér er um að ræða samkynja kröfur á hendur sama aðila sbr. 70. gr. 1. nr. 85, 1936. Aðfararfrestur er enginn og dómsbirting óþöi’f. Kjörskrármálum skal hraða svo, að þeim verði lokið fyrir kjördag, ef unnt er. Af því leiðir, að frestir til gagnaöflunar eða til flutnings mála eru örstuttir, 1—2 dagar, ef tími er naumur eða jafnvel styttri, enda er dómara skylt að halda dómþing í málum þessum utan venjubundinna þingdaga, ef svo ber undir. Um kosningarréttarskilyrði skal ekki rætt hér. Þau eru talin í 33. gr. Stjskr. og 1. gr. kosnl. að því er við kemur Alþingiskosningum og forsetakosningum sbr. 5. gr. Stjskr., en um sveitarstjórnarkosningar eru þau tæmandi talin í 6. gr. 1. nr. 81, 1936. Munurinn er einungis sá, að við sveitar- stjórnarkosningar gildir ekki 5 ára búsetuskilyrðið. Á það skal bent, að samkv. 1. nr. 85, 9. okt. 1946 hafa danskir ríkisborgarar, sem búsettir voru á Islandi 6. marz 1946 eða höfðu verið búsettir hér einhverntíma á síðustu 10 árum fyrir þann dag, kosningarrétt hér á landi, ef þeir fullnægja öðrum kosningarréttarskilyrðum. Eins og fyrr var greint líður hartnær heilt ár frá því kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga er samin þar til hún gengur í gildi. Þetta gildir einnig um kjörskrár í sveitum, þar sem kosningar fara fram síðasta sunnudag í janúar. Á kjörskrá skal taka þá, sem fullnægja almennum kosn- ingarréttarskilyrðum og eru þegar kjörskrá er samin heimilisfastir í þeirri kjördeild, sem kjörskráin nær til, 12. gr. ]. nr. 81, 1936. Auk þess skal taka á kjörskrá þá, sem ná 21 árs aldri á tímabilinu meðan sú kjörskrá er í gildi. Samsvarandi ákvæði eru í 15. gr. kosnl. Ákvæði þessi eru tæmandi. Af þessu leiðir það, að þeir, sem flytjast á tíma- bilinu frá því kjörskrá var samin, þar til kosning fer fram, úr sveitum, þar sem sveitarstjórnarkosning fer fram í júní- mán., í sveit eða bæ, þar sem kosning fer fram í janúar, 62

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.