Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 12
trygginga. Hinsvegar var félag afgreiðslufólks í verzlun- um ekki aðili að nefndri kaupdeilu og hafði ekki með samriingi tryggt sér rétt til trygginganna. Það var því nauðsynlegt að geta umræddra félaga á þann hátt, sem gert er í lögunum. Þegar litið er á orðalag greinarinnar í þessu ljósi, gefur að skiljá, að upptalning þessara fé- laga getur á engan hátt orðið leiðbeinandi um það, hvort teljá skuli önnur félög, sem ekki eru sérstaklega nefnd í greininni til verkalýðsfélaga eða ekki. Þá eru í greininni nefnd nokkur félög, auk félags af- greiðlusfólks í verzlunum, sem ekki teljast til verkalýðs- félaga. Auk þeirra félaga, sem upp eru talin, má vafa- íáúst nefna, sem dæmi, félag héraðsdómara, félag lög- fræðinga, félag verkfræðinga, félag lyfjafræðinga o. fl., o. f 1., sem ekki eru verkalýðsfélög samkvæmt lögum þessum. 2. Þó að fullnægt sé þeim tveim megin skilyrðum, sem um er rætt í 1. hér að framan, eru ýmis fleiri at- riði, sem koma til athugunar í sambandi við iðgjalds- skylduna. Hér verður greint á milli þess, hvort launþegi vinnur í kaupstað eða kauptúni með 300 íbúa eða fleiri, eða hvort liann vinnur utan þeirrá staða. 1 báðum til- fellum er gengið út frá því, að áður nefndum tveim skilyrðum sé fullnægt. a. Þegar vinnustaðurinn er i kaupstað eða kauptúni með 300 íbúa eða fleiri, slcal atvinnurekandi ætíð greiða iðgjald vegna vinnu launþegans. Það skiptir þá ekki máli, þó að atvinnurekandi sé búsettur t. d. uppi í sveit. Ékki skiptir það heldur máli, livort Iaunþegi er húsettur í kaupstað, kauptúni eða í sveit. Ef vinnan er fram- kvæmd á nefndum stöðum, her atvinnurekanda að greiða iðgjald. Sama er að segja um það, þó að launþegi sé ekki i verkalýðsfélagi. Þessi regla er þvi algjörlega án undantekniagaf. h. Þegar vinnustaður er livorki í kaupstað né kaup- túni með 300 ibúa eða fleiri, heldur einhversstaðar ann- 6 Timarit lögfrœCinga,

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.