Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 18
Bætur greiðast þá fyrir 15 -=- 9: 3 = 12 daga. Hafi hann haft 5 klukkutíma vinnu á hverjum degi umrædda 24 daga, verða vinnudagar hans samtals 15, en atvinnu- leysisdaga samtals 9. Bætur greiðast þá fyrir h- 15 : 3 = 4 daga. Hafi hann haft 6 klukkustunda vinnu á hverj- um degi, verða vinnudagarnir samtals 18, en atvinnu- leysisdagar samtals 6. Bætur greiðast þá ekki, vegna þess að 6-í- 18 : 3 = 0, sbr. og 2. mgr. 17. gr. Réttur til bóta fellur alveg niður, ef bótaþegi hefur haft samfellda vinnu í 12 daga. Sama gildir þegar ekki er um samfellda vinnu að ræða, ef bótaþegi hefur haft samtals 18 vinnudaga af síðustu 21 dögum, sbr. áður nefnt dæmi. Til þess að öðlast rétt til bóta að nýju, verð- ur hann að fullnægja skilyrðum 15. gr. c., sjá 17. gr. 2. mgr. Þegar taldir eru atvinnuleysisdagar, teljast ekki með þeir dagar, sem umsækjandi hefur notið atvinnuleysis- bóta. Sama gildir um þá atvinnuleysisdaga, sem hlut- aðeigandi hefur átt í verkfalli eða verkbanni, sbr. 16. gr. a. Að lolcum skal þess getið, að í reglugerð, sem úthlut- unarnefnd semur og ráðherra staðfestir, samkvæmt 14. gr., má ákveða lengri biðtíma og fleiri atvinnuleysisdaga sem almennt skilyrði bótaréttar en gert er í 15. gr. c., sbr. framanritað. Á sama hátt má með reglugerð setja sérákvæði um lengri biðtíma þeirra, sem hafa árstíða- bundna vinnu, hafa tekjur af eigin atvinnurekstri eða hafa haft hærri tekjur en almennt gerist í byggðarlagi þeirra síðustu sex mánuði svo og styttri biðtíma fyrir þá, sem hafa búið við skertan vinnutíma undanfarið, V. 1 16. gr. laganna eru nefnd nokkur atriði, sem valda því, að umsækjandi, sem annars fullnægir öllum þeim skilyrðum, sem um er rætt í IV. hér að framan, fær ekki greiddar bætur. Ennfremur er ákvæði í 19. gr. laganna, sem getur valdið því, að bótaréttur, samkvæmt 15. gr., verður óvirkur. Skal nú lauslega vikið að þess- um atriðum: 12 Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.