Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 20
sem hér fer á eftir, sjá 5. Ákvæðið gildir aðeins meðan frelsissviptingin varir. 5. Bætur skulu ekki greiddar þeim, sem ófærir eru til vinnu, sbr. upphaf e-liðs 16. gr. Marga þá, sem ófærir eru til vinnu, mundi mega telja til þeirra, sem um ræðir í 16. gr., b—d, sbr. 2.—4. hér að framan. Ýmsir þeirra geta þó verið ófærir til vinnu svo sem sumir geðsjúkling- ar, vanþroska fólk o. fl. Tilgangur laganna er að bæta mönnum að nokkru þann tekjumissi, sem þeir verða fyrir, þegar þeir eiga ekki kost á starfi vegna atvinnuleysis. Það er hins vegar utan verksviðs þessara laga, að tryggja þeim mönnum bætur, sem eru atvinnulausir af öðrum ástæð- um, svo sem vegna þess, að þeir eru ófærir til allrar vinnu, og verða þannig atvinnulausir, þó að nægileg vinna sé á boðstólum. Slíkir aðilar munu í flestum tilfellum njóta annarra bóta. Sá, sem er sjúkur, á rétt til sjúkradagpen- inga, samkvæmt 53. gr. almannatryggingalaga. Sá, sem er ófær til vinnu vegna örorku, á jafnan rétt til örorku- bóta, samkvæmt 14. gr. sömu laga. Sá, sem er óvinnufær vegna elli, á rétt til ellilífeyris samkvæmt 13. gr., sbr. þó 22. gr. sömu laga og sá, sem er ófær til vinnu vegna slyss, á rétt til slvsadagpeninga, samkvæmt 36. gr. sömu laga. 6. Þeir, sem neita vinnu, er þeim býðst, svo að sannað sé, skulu ekki fá greiddar bætur, sbr. e-lið 16. gr. Þetta gildir þó ekki, ef verkfall eða verkbann livílir á vinnunni, sem þeim hefur boðizt. Ef kaupgjald og vinnutími er ekki í samræmi við taxta og kjarasamninga lilutaðeigandi verkalýðsfélaga, fyrirgerir umsækjandi ekki bótarétti sín- um, þó að hann neiti slíkri vinnu. Þá veldur það beldur ekki bótamissi, þó að synjað sé vinnu, ef eitthvert van- hæfi er á henni, sem úthlutunarnefnd tekur gilt. 1 þvi sambandi mætti t. d. hugsa .sér mann með ofnæmissjúk- dóm. Hann er e. t. v. fær til flestrar vinnu, en getur þó ekki stundað hvaða vinnu sem er vegna sjúkdómsins. Ef honum býðst nú vinna, sem er skaðleg heilsu lians, ætti úthlutunarnefnd að meta vanhæfið á vinnunni gilt gagn- 14 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.