Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Síða 29
arinnar varðandi svör hans, að undantekinni athugasemd
við svari hans við 4. spurningu sækjanda“. Siðan er rak-
ið, hvernig deildin og yfirlæknirinn skildu spurningu
þessa á mismunandi hátt og þess getið, að deildin svari
spurningunni eftir sínum skilningi.
I kaflanum um heilbrigðismáladeild hér á eftir, er sagt
frá heimild hverr^r deildar ráðsins ti,l að kveðja sér til
aðstoðar og ráðunevtis hvern læknaráðsmann utan deild-
ar og einnig sérfræðing eða sérfræðinga. utan ráðsins.
Þess skal getið, að réttarmáladeild hefur oft notað þessa
heimild, án þess að þess sé sérstaklega getið í úrskurði,
en jafnan er það bókað i fundargerð,
Samkv. 6. gr. rg. er niðurstaða réttarmáladeildar fulln-
aðarniðurstaða læknaráðs, nema læknaráðsmaður kref jist,
að mál sé borið undir ráðið í heild. Samkv. 7. gr. rg.
skal forseti gera öllum raðsmönnum kost á þvi utan
fundar að kynna sér skjöl máls ásamt álitsgerð deildar.
Forseti gerir skyldu sína, ef hann lætur alla ráðsmenn
vita um álitsgerð deildar og setur þeim hæfilegan frest
til að kynna sér hana. Ef ráðsmenn hafa ekkert við álits-
gerð deildar að athuga, eða hirða ekki um að athuga
hana, afgreiðir forseti málið í umboði læknaráðs til
rétts hlutaðeiganda, sbr. 2. mgr. 7. gr. rg. Ritari ráðs-
ms afgreiðir mál ásamt forseta, sbr. 1. mgr. 1. gr. rg.
Samkvæmt þessu taka jafnan 5 ráðsmenn, þ. e. meiri
hluti læknaráðs, beinan þátt í afgreiðslu máls. Ganga
verður út frá því, að bæði forseti og ritari kynni sér
bæði skjöl máls og álitsgerð réttarmáladeildar, áður en
þeir staðfesta hana. Hins vegar virðast aðrir ráðsmenn
sjálfráðir um það, hvort og á hvern hátt þeir kynna sér
álitsgerðina. Það virðist því ekker.t við það að athuga,
þótt óbreyttur læknaráðsmaður spyrji t.d. forseta ráðsins
að því í síma, hver séu helztu atriði máls, sem réttar-
máladeild hefur afgreitt, og láti sér upplýsingar forseta
nægja. Forseti er liins vegar ekki skyldur til að veita
ráðsmönnum slikar upplýsingar simleiðis og gerir meira
Tímarit lögfræðinga
23