Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Blaðsíða 31
ins heimilt að kveðja sér til aðstoðar og ráðuneytis hvern
læknaráðsmann utan deildar. Ef deild æskir ráðuneytis
sérfræðings utan ráðsins, er henni það heimilt í samráði
við forseta ráðsins, og á sú heimild við, ef leita þarf sér-
fræðings um mál, sem er utan við sérfræðisvið þeirra
manna,-er ráðið skipa.
Afgreiðsla heilbrigðismáladeildar er fullnaðarafgreiðsla
máls á sama hátt og með sömu takmörkunum og greinir
um réttarmáladeild hér að framan.
3. Siðamáladeild. Skv. 1. mgr. 3. gr. rg. fjallar siða-
máladeild um mál varðandi hegðun og framkomu lækna
og annarra heilbrigðisstarfsmanna, en skv. 3. mgr. 2.
gr. 1. lætur læknaráð stjórn heilbrigðismálanna í té álit
sitt á.því, hvort tiltekin aðgerð, hegðun eða framkoma
læknis,Aannlæknis, nuddara, lyfsala, hjúkrunarkonu, ljós-
móður - eða annarra þvílíkra heilbrigðisstarfsmanna sé
tilhlýðileg eða ekki.
Réttarmál, þótt um aðgerð, hegðun eða framkomu lækn-
is eða annarra heilbrigðisstarfsmanna sé, heyra aldrei
undic siðamáladeild, heldur eingöngu mál, sem borin eru
undir ráðið af stjórn heilbrigðismálanna án þess að vera
dómstólamál. Ef ráðuneyti það, sem fer með heilbrigðis-
mál, bæri t. d. undir læknaráð mál, er varðaði síðast
nefnd atriði, vegna þess að til mála hefði komið að víkja
lækni frá embætti eða svipta hann lækningalevfi, mundi.
slikt mál tvímælalaust heyra undir siðamáladeild.
I 3. mgr. 4. gr. 1. er ákveðið, að mál, er varðar sér-
staklega aðgerð, hegðun eða framkomu læknis eða ann-
arra heilbrigðisstarfsmanna (sbr. 3. mgr. 2. gr. 1.), skuli
ráðið jafnan, ef þvi verður við komið, bera undir aðila,
svo og stéttarfélag hans, áður en það lætur í té umsögn
sína um það.
Siðast nefnt ákvæði er sett til að tryggja það, að læknir
eða heilbrigðisstarfsmaður geti komið sjónarmiðum sín-
um á framfæri, þar sem aðstaða gagnvart framkvæmdar-
valdi er allt önnur en gagnvart dómsvaldi. Eins og áður
Tímarit lögfrœOinga
25