Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 35
armála, eru þau, að ekki sé að jafnaði leitað úrskurðar ráðsins um annað en nákvæmlega tiltekin læknisfræði- leg ágreiningsefni, er upp koma við meðferð máls, nema dómara i einstökum mikilsvarðandi málum þyki viður- hlutamikið að byggja dóm sinn á læknisumsögn, þó að óvefengd kunni að vera, án staðfestingar læknaráðs. Sérstaklega telur læknaráð ótilhlýðilegt, að fyrir það sé lagt 1) að úrskurða um atriði, er ekki varða ótvírætt og bein- línis læknisfræðileg efni; 2) að svara fyrirspurnum um einföld læknisfræðileg at- riði, er hver læknir kann um að bera, nema ágrein- ingsefni sé til að dreifa; 3) að segja almennt álit sitt um læknisvottorð eða grein- argerðir lækna eða rannsókn máls i heild, án þess að spurt sé um tiltekin efnisatriði; 4) að veita almennar leiðbeiningar um tilhögun rann- sóknar máls. Þó að mál sé lagt fyrir læknaráð á óæskilegan og jafn- vel ótilhlýðilegan hátt samkvæmt framansögðu, kann að vera vafasamt, að heimilt sé samkvæmt lögum um læknaráð að vísa máli beinlínis frá ráðinu með skirskot- un til slíks. Fyrir því ályktar læknaráð 1) að beina þvi til dómara og annarra, er viðskipti mega eiga við læknaráð, að þeir gæti þess i viðskiptum sín- um við ráðið, er að framan segir; 2) að beina þvi til réttarmáladeildar læknaráðs, að hún gæti þess um mál, er fyrir ráðið hafa verið lögð á óæskilegan eða ótilhlýðilegan hátt samkvæmt fram- ansögðu, að haga meðferð þeirra með tilliti til þess, að þau hljóti þá afgreiðslu ráðsins, er verða megi til leiðbeiningar um, hvert sé eðlilegt verksvið þess og hvernig haga beri viðskiptum við það, til þess að það nái. sem bezt tilgangi sínum. Ritað í október 1956. Tímarit lögfrœðinga 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.