Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Síða 37
ef liann vegna áfengisneyzlu verður eigi talinn geta stjórn-
að því örugglega.
Ef vínandamagn í blóði manns er 0,60%o til l,30%c,
telst liann eigi geta stjórnað tækinu örugglega.
Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur l,30%o eða
meira, telst hann óhæfur til að stjórna vélknúnu ökutæki.
Enginn má stjórna eða reyna að stjórna hestvagni eða
reiðhjóli, ef hann er með svo miklum áfengisáhrifum,
að liann geti ekki með fullu öryggi stjórnað hestvagn-
inum eða reiðhjólinu.
Bannað er að fela manni, sem er í því ástandi, sem
um getur í 2.—5 mgr., stjórn vélknúins ökutækis, reið-
hjóls eða hestvagns.
Ef ástæða er til að ætla, að maður hafi brotið framan-
greind ákvæði, getur lögreglan fært hann til læknis til
rannsóknar, þ. á m. blóð- og þvagrannsóknar, og er
honum þá skylt að hlíta þeirri meðferð, sem læknirinn
telur nauðsynlega vegna, rannsóknarinnar. Dómsmála-
ráðherra setur nánari reglur um þessi efni.
Það leysir ekki undan sök, þótt maður ætli vinanda-
magn í blóði sínu vera minna en greinir í 2. og 3. mgr.
Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir
hann, þannig að vínandamagn í blóði liækkar eftir að
alcstri lauk, og skal þá litið svo á, sem hið aukna vín-
andamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.
Þegar maður hefur neytt áfengis á opinberum veit-
ingastað eða veitingamaður eða þjónar hans vita, eða
hafa ástæðu til að ætla, að hann muni verða brotlegur
við framangreind ákvæði, ber þeim að gera það, sem
unnt er, til að hindra brotið, þar á meðal að gera lög-
reglunni viðvart.
Bannað er að selja eða afhenda ökumanni vélknúins
ökutækis eldsneyti eða annað, sem þarf til aksturs, ef
hann er með áhrifum áfengis.
Tímarit lögfrœöinga
31