Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 38
Um 25. gr. Öllum ber saman um, að akstur manna, sem eru með áhrifum áfengis, sé hættulegur og vítaverður. I sam- ræmi við það sætir áfengisneyzla við akstur og akstur manna, sem eru með áhrifum áfengis, sérstökum viður- lögum, þyngri en ella, og er þessu líkt háttað meðal skyldra þjóða. Það skiptir því mildu máli, hvað í því felst að „neyta áfengis við bifreiðaakstur" og „aka undir. áhrifum á- fengis“. Fyrra hugtakið hefur Hæstiréttur skýrt á þann veg, að áfengisneyzla skömmu áður en tekið er til við akst- ur, falli undir það. Þessi skýring er eðlileg, því að bók- stafsskýring er of þröng. Hún mundi leiða til þess, að ökumaður vrði að vera kominn undir stýri og ökutækið komið á hreyfingu. Það hugarfar að neyta áfengis svo að segja samtímis því og akstur hefst, ber vott um svo vítavert kæruleysi, að eigi má vera refsilaust. Vandasamara er að kveða á um lengd tímabilsins frá því að áfengis var neytt og þar til akstur hefst. Er- lendis hafa komið fram tillögur um að einskorða tíma- bilið við t. d. 1—2 klst. Nefndin hefur athugað ræki- lega, hvort rétt væri að lögfesta slíkt ákvæði. Reglan yrði þá skýr og komizt yrði hjá mjög erfiðu mati, sem almenningur kann oft að telja handahófskennt, af þvi að hann þekkir ekki öll þau atriði, sem áhrif hafa á mat- ið hverju sinni. Nefndin telur sig þó e'kki geta lagt til, að slílc regla verði lögfest. Hún yrði mjög erfið í framkvæmd og til- viljunum liáð. Auk þess gengi hún mjög nærri einlca- málefnum manna. Oft yrði t. d. nauðsynlegt að talca réttarskýrslur af fjölda gesta í samkvæmi. En slílcar skýrslur yrðu þó að jafnaði léleg sönnunargögn. Því er látið sitja við þær reglur, sem fylgt hefur verið, og mat dómstóla látið ráða. Að því er hitt hugtakið snertir — að „aka bifreið 32 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.