Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 48
síðar, ef efni standa til. Aðili getur kært úrskurðinn sam- kvæmt XXI. kafla laga nr. 27/1951. Hver, sem sviptur hefur verið ökuleyfi samkvæmt þess- ari grein eða liefur misst það samkvæmt 6. sbr. 7. mgr. 27. gr., skal afhenda lögreglunni ökuskírteini sitt. Ef maður hefur með dómi verið sviptur ökuleyfi eða rétti til að öðlast það, skal dómari þegar tilkynna það öll- um lögreglustjórum á landinu. Ef islenzkur rikisborgari eða maður búsettur hér á landi hefur sætt ökuleyfissviptingu eða refsingu erlendis fyrir verknað, sem samkvæmt lögum þessum hefði varðað missi ökuleyfis eða réttar til að öðlast það, má svipta þeim rétt- indum með dómi i opinberu máli, sem höfðað er gegn honum í þessu skyni, og koma þá að öðru leyti til fram- kvæmda ákvæðin hér að framan. Um 81. gr. 1. mgr. samsvarar 1. mgr. 39. gr. 1. 23/1941 með all- miklum breytingum þó, einkum í þá átt, að rýmkuð er heimild til ökule^dissviptingar. Rétt þykir, að hin almenna regla komi fram í upphafi greinarinnar. I stað orðsins „má“ í gildandi lögum, er sett orðið „skal“. Miðar sú orðalagsbreyting að því, að ökuleyfissviptingu verði oftar beitt en verið hefur, ekki aðeins við menn, sem aka á vitaverðan hátt, heldur engu síður um menn, sem reynslan sýnir, að eru til trafala og tjóns í umferðinni umfram það, sem venjulegt er. Þeir menn geta þó verið valinkunnir og lieiðarlegir í öllu atliæfi, en þeim vankostum búnir, t. d. ldauffengnir, hvatvísir eða silalegir, að þeir valda miklum óþægind- um eða tjónum, þótt ekki sé stórfellt hverju sinni. Slikir menn eru ekki hæfir til aksturs, og ef þeir gera sér þess eigi grein sjálfir, verður löggjöfin og lagaframkvæmdin að grípa fram fyrir hendur þeim til öryggis umferðinni. 2. mgr.: Akstur með áfengisáhrifum, sem nokkru nema, er að sjálfsög'ðu vítaverður og fellur undir 1. mgr. Rétt 42 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.