Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 53
Nýir hæstaréttarlögmenn. Á fyrri hluta þessa árs hafa sex lögfræðingar lokið prófraun málflutningsmanna við Hæstarétt. Þeir eru: Jón Bjarnason hdl. Hann var um langt skeið fulltrúi borgardómarans í Reykjavík, en lét af því strafi og hóf sjálfstæða málflutningsstarfsemi fyrir fáum árum. Jónas Thoroddsen hdl. Hann var um skeið bæjarfó- geti í Neskaupstað, en síðan 1945 fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík. Jafnframt hefur hann fengizt við málflutn- ing o. fl. störf. Áki Jakobsson fyrrv. ráðherra. Að íagaprófi loknu geriðst hann um skeið bæjarstjóri á Sigiufirði, en síðan 1942 hefur hann stundað málflutning í Reykjavík. Frá 1948 hefur hann rekið málflutningsskrifstofu í félagi við Kristján Eiríksson hdl. Gústaf Ölafsson hdl., hóf þegar að lagaprófi loknu mál- flutningsstörf og hefir rekið málflutningsstörf hér í Reykjavík síðan. Geir Hallgrímsson hdl. hefur, auk ýmissa annarra starfa, lengst af stundað málflutning, síðan hann lauk lagaprófi, og rekið sjálfstæða skrifstofu. Kjartan Ragnars fulltrúi, starfaði alllengi í fjármála- ráðuneytinu, en síðan hefur hann verið fulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu. Hann hefur og stundað málflutning öðr- um þræði. Tímcirit lögfræSinga 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.