Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
2. hefti 1958.
j^óríu-r ddijjól^iion, dr. jutrií, kœitaróttardóina.ri:
Um höfundarétt
Erindi þetta var f lutt á vegum lagadeildar Háskóla
íslands hinn 27. nóvember 1958.
Á undanförnum árum hafa ýmis atriði, sem snerta höf-
undarétt, vakið talsverða athygli hér á landi og orðið um-
ræðuefni manna á milli. Þessi fræðigrein hefur þó hing-
að til verið harla lítið kynnt og skýrð fyrir almenningi.
1 erindi þessu mun ég leitast við að gera nokkra grein fyr-
ir þeim þáttum í höfundaréttinum og þróunarsögu han's,
sem mestu máli skipta, og veit ég þó, að þar verður margt
vansagt, því að miklu efni er af að taka.
Frá upphafi vega hafa lög og réttur aðeins náð til tak-
markaðs hluta af hinum margháttuðu samskiptum, sem
gerast manna á milli. Sumum liagsmunum manna liefur
verið veitt lagavernd, en öðrum ekki. Hefur þetta verið
mjög háð lífskjörum, atvinnuvegum og almennum menn-
ingarliáttum þjóða á hverjum tima. Ein gi-ein réttarins
er eignarrétturinn, þ. e. heimild einstakra aðilja til að
hafa umráð, afnot og ráðstöfunarrétt á tilteknum verð-
Tímarit lögfrœSinga
49