Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 20
ur rita á ýmsum nánar greindum samkomum, sem ekki
eru haldnar i hagsmunaskyni.
Auk þeirrar heimildar til einkaafnota af vernduðum
hugverkum, sem hér var getið, eru í islenzku höfunda-
lögunum gerðar ýmsar aðrar takmarkanir á rétti liöfunda,
eins og nú skal lauslega rakið.
Höfundar blaðagreina njóta verndar samkvæmt höf-
undarétti, svo sem fyrr var getið. Frá þvi gera lögin þá
undantekningu, að blöðum og timaritum er heimilað að
endurprenta upp úr öðrum blöðum og tímaritum leyfis-
laust og án greiðsluskvldu dægurgreinar um hagfræðileg
efni, stjórnmál eða trúmál, nema þess sé getið við grein-
ina, að eftirprentun sé bönnuð. Hér eimir því enn eftir
af þvi, að unnt sé að tryggja sér betra rétt með því að
fullnægja tiltelcnum formatriðum. Þá lieimila lögin enn
fremur endurprentun fregnskeyta, sem annar maður hef-
ur fengið og birt á sinn kostnað, þegar fimm dagar eru
liðnir frá birtingunni.
Þegar menn semja bækur eða rit, verða efni þess oft
ekki gerð full skil, nema vitnað sé til rita annarra manna
og meira eða minna lesmál upp úr þeim tekið. Gildir
þetta einkum um 5’mis vísindaleg verk og bókmenntalega
gagnrýni. Af þvi tilefni lieimila höfundalögin að taka ein-
staka kafla úr útgefnum ritum upp i önnur rit, sem sam-
kvæmt aðalefni sinu eru fullkomlega sjálfstæð. Hefur
þetta verið nefnt tilvitnunarréttur.
Vegna almennrar fræðslustarfsemi þykir nauðsyn bera
til, að nemendum sé veittur kostur á að kynnast ýmsu
því, sem birt liefur verið á prenti. Samkvæmt því leyfa
höfundalögin, að endurprentaðir séu í lesbókum og skóla-
bókum einstakir kaflar úr ritum, þegar liðin eru tvö ár
frá fyrstu birtingu þeirra.
Þegar sönglög eru gefin út, er heimilt að prenta sem
texta við þau áður útgefin kvæði án leyfis höfundar. Oft
verður ljóðið tilefni lagsins, og á þá sú andagift, sem í tón-
smiðinni felst, svo mikla samstöðu með Ijóðinu, að það
66
Tíviarit lögfrœöinga