Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 25
Skírni væri uppgenginn, mætti Bókmenntafélagið endur-
prenta hann án þess að leita lej'fis þeirra höfunda, sem
þar ættu ritgerðir eða kvæði. En þessir einstöku höf-
undar halda að öðru leyti liöfundarétti sinum. Þeir gætu
t. d. varnað því, að Bókmenntafélagið eða aðrir gæfu
ritgerðirnar út sérstaklega.
Tengsl milli höfunda geta orðið með fleira móti en
því, að þeir standi frá öndverðu saman að sköpun verks-
ins. Á hugverkum er unnt að gera breytingar, ýmist
þannig, að verkið komi fram í hinu sama listformi, en
breytt frá uppliaflegri gerð sinni, eða að verkinu er breytt
úr einu listformi í annað. Sem dæmi um hið fyrra má
nefna, að skáldsaga sé endursögð í styttra og einfald-
ara máli sem lestrarefni handa börnum eða að tónverk
sé sett út með öðrum hætti en höfundurinn gekk frá
þvi. Um hið síðarnefnda, breytingu hugverks úr einu
listformi í annað, má taka sem dæmi, að leikrit eða kvik-
myndahandrit sé gert upp úr skáldsögu, að litprentanir
séu gerðar eftir málverki o. s. frv. Breytingar þær, sem
hér var getið, hafa verið nefndar aðlaganir, og má alls
ekki blanda þeim saman við stælingar á hugverkum, sem
venjulega eru eklci i neinum viðurkenningarverðum til-
gangi gerðar. Aðlögun hefur hins vegar sérstöku hlut-
verki að gegna við hlið hins upphaflega forms á verk-
inu, enda á að felast í lienni sjálfstæð andleg sköpun,
sem kemur fram i hinu breytta formi. Ein tegund að-
lögunar er þýðing rits eða annars samins máls á annað
tungumál. Þrátt fvrir aðlögun eða þýðingu er hugverkið
eitt og hið sama. Islandsklukkan er sama hugverkið,
hvort heldur hún er gefin út á íslenzku máli eða erlendu
og hvort sem um er að ræða uppliaflegu skáldsöguna
eða leikrit það, sem eftir henni var samið. En svo getur
líka verið, að breytingin sé svo róttæk og veigamikil,
að telja megi nýtt og sjálfstætt verk til orðið. Þá er
komið út fyrir það hugtak, sem nefnt er aðlögun. Sem
dæmi um það má nefna Grettisljóð Matthíasar, sem ort
Tímarit lögfrœöinga
71