Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 26
voru eftir Grettissögu, og leikritið Mörð Valgarðsson eftir
Jóhann Sigurjónsson, þar sem efni úr Njálu er notað
sem uppistaða.
Samkvæmt liöfundalögunum hefur höfundurinn einn
rétt til að gera og birta hvers konar þýðingar og aðlag-
anir á verkum sínum. Hins vegar er berum orðum tekið
fram i lögunum, að heimilt sé að gefa út rit, sem telja
megi nýtt og sjálfstætt verk, þó að efni annars verndaðs
rits sé notað til fyrirmyndar.
Þ^'ðingar og aðrar aðlaganir eru oftast gerðar af öðr-
um en höfundinum sjálfum. í höfundalögunum segir,
að þýðing á riti skuli njóta sömu verndar sem frumrit
væri. Þýðandinn fær því höfundarétt að þýðingu sinni.
Ef hann hefur þýtt óverndað rit, er liann einn um höf-
undaréttinn, en vitanlega er þá einnig öðrum heimilt
að gefa út sjálfstæðar þýðingar af sama riti. Sé hins veg-
ar þýtt verndað rit, verður þj'ðingin háð bæði höfundar-
rétti höfundarins sjálfs og þýðandans. Réttarsamband
þeirra um þýðinguna verður svipað og milli tveggja sam-
höfunda. Hvorugur getur gefið hið þýdda rit út án sam-
þykkis hins. Það er að sjálfsögðu tíðast, að þýðandinn
hefur fyrirfram aflað sér samþykkis höfundar, og fer
þá um lögskipti þeirra eftir samningnum. Verndartímabil
þýðingarinnar er sjálfstætt, þ. e. ævi þýðanda og 50 ár
eftir lát hans, og getur þvi staðið lengur en verndartíma-
bil frumritsins. Það, sem hér var sagt um þýðingar á
ritum, gildir einnig um aðrar aðlaganir á hugverkum.
I erlendum lögum og fræðiritum hefur verið greint á
milli skapandi listar og listtúlkunar. Listtúlkendur eru
þá taldir þeir, sem ekki hafa sjálfir skapað þau verk,
sem þeir flytja og túlka, svo sem leikarar, söngvarar,
liljóðfæraleikarar og upplesarar. Réttmæti þessarar að-
greiningar læt ég liggja á milli hluta, enda hefur verið
á það bent, að t. d. leikarar hafa oft lyft hlutverkum
sínum á liærra stig listar en höfundur hafði búið þeim
i hendur. Hin túlkandi list hefur viða verið talin til að-
72
Tímarit lögfrœOinga