Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 42
sem hér eiga hlut að máli, liafa öðlazt dýi'kej'pta reynslu
á fyrri hluta þessarar aldar, er frelsi og mannréttindi, sem
þróazt höfðu á síðaxú öldum, voru afnumin að meira eða
minna leyti. Þau ei'u staðráðin í, að glata ekki aftur þess-
um réttindum. Þess vegna hafa þau átt lilut að því, að sátt-
máli sá, sem greinai'korn þetta fjallar um, var gerður i
anda manni'éttindayfirlýsingar hinna Sameinuðu þjóða og
gæti verið hinum Sameinuðu þjóðum nokkur hvatning um,
að láta ekki sitja við orðin tóm.
[Grein þessi er skrifuð í október 1958 og er miðuð við þann tíma.
Síðan hafa ýmsir hlutir gerzt, er mál þetta snerta, svo sem það, að
á Rágjafarþingi Evrópuráðsins i janúarmánuði 1959 voru vald-
ir dómendur í mannréttindadóminn og dómurinn hefur tvívegis
komið saman, í marz og apríl 1959, til þess að setja sér starfs-
reglur].
88
Tímarit lögfrœöinga