Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 43
Frá bæjarþingi og sjó- og
verzlunardómi Reykjavíkur
NOKKRIR DÓMAR FRÁ ÁRINU 1957.
A. SIFJARÉTTUR.
Framfærsluskylda barns gagnvart foreldri.
í október 1954 vistaðist H. til dvalar á elliheimili. H. var
fullorðin kona, sem til þess tíma hafði verið á framfæri
fjögurra uppkominna barna sinna, Hafði liún dvalizt á
lieimilum þeirra til skiptis. Að frádregnum ellilífevTri H.
nam kostnaðurinn af dvöl hennar á elliheimilinu til sepl-
emberloka 1956 kr. 15.372.75. Kostnaði þessum var nú skipt
niður á systkinin, og greiddu þrjú þeirra hluta sinn af
dvalarkostnaðinum athugasemdalaust. Eitt barnanna, R.,
reyndist hins vegar ófáanlegt til að greiða sinn hlut.
Forráðamenn elliheimilisins höfðuðu nú mál gegn R.
til heimtu þessa fjár og reistu kröfu sína á því, að ákvæði
gildandi framfærslulaga legðu þá kvöð á börn að ala önn
fyrir foreldrum sínum.
R. krafðist sýknu í málinu. Reisti hann sýknukröfuna
i fyrsta lagi á þvi, að hann hefði ekki átl hlut að vistun
móður sinnar á elliheimilið. Skömmu áður en það varð,
hafi hann haft af því spurnir, að eitt systkinanna hefði í
hyggju að beita sér fyrir þessu. Samráð með þeim syst-
kinum liafi á hinn bóginn engin verið um þetla og engin
sameiginleg ósk af þeirra liálfu bafi komið fram í þá átt.
Tímarit lögfrœSinga
89