Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 48
I forsendum að niðurstöðu dómsins segir, að ljóst sc,
þegar umrædd vörumerki stefnanda séu virt, að Persil
sé aðaltákn merkjanna og höfuðeinkenni. Á sama liátt sé
orðið PERSO greinilega aðaltáknið í merki stefnda og
annarra tákna í því merki gæti lítils í samanburði við það.
Orð þessi, persil og perso, séu bæði tvíkvæð og stofn beggja
hinn sami: pers-. Sé því augljóst, að náinn skyldleilci sé
á milli orðanna, sem bæði gæti í rituðu máli og töluðu,
einkum þó í talmáli vegna skírrar lilj óðlíkingar. Af þess-
um sökum sé bætta á, að villzt verði á merkjunum. Eink-
um þyki sú hætta vera fyrir hendi, að almenningur álíti,
að þvottaefni með oftnefndu merki stefnda á sé framleitt
í verksmiðjum stefnanda og villist þannig á uppruna vör-
unnar, enda sé Persil-merkið miklu eldra og þekktara hér
á landi, að því er ætla verði. Þegar þessi atriði voru virt,
þótti eigi verða fallizt á það með stefnda, að máli skipti,
þótt önnur tálcn merkis hans en aðaleinkenni þess væru
sérstök fyrir það, þar sem þeirra, eins og áður getur, gætti
lítils i samanburði við það. Að öllu þessu athuguðu, og
þegar þess jafnframt var gætt, að vörumerkin voru skrá-
sett fyrir vörur í sama vöruflokki og vörumerki stefnanda
voru eldri, þá voru kröfur stefnanda í málinu teknar tii
greina og honum dæmdur 4000 króna málskostnaður.
(Dómur S. og Vd. R. 26/3 ’57).
C. SKATTARETTUR.
Söluskattur.
Hinn 31. jan. 1956 tilkynnti skattstofan í Reykjavík
byggingafyrirtæki einu hér í borg, að söluskattur þess
fvrir árið 1954 skyldi liækka um kr. 23.011.00. Af þessari
fjárhæð voru kr. 15.747.00 taldar söluskattur af verkfræði-
störfum. Bvggingafjæirtækið, hér eftir nefnt A., vildi ekki
sætta sig við, að slik störf yrðu talin söluskattskyld. Kærði
það því þessa álagningu til yfirskattanefndar og síðan til
94
Tímarit lögfrœöinga