Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 52
fullra bóta fyrir það tjón, er hann hefði beðið af völdum
sh'ssins. Nam fjárhæð bótakröfunnar kr. 7.201.78.
Þ. krafðist sýknu i málinu. Reisti hann þá kröfu í
fyrsta lagi á þvi, að H. hefði verið starfsmaður B., er haft
liefði umrætt tæki á leigu. Yrði því að telja, að B. bæri
ábyrgð á slysum, er af notkun þess kynni að hljótast og
bótaskyld yrðu talin. 1 annan stað reisti Þ. sýknukröfuna
á því, að H. hefði sjálfur valdið slysinu með ógætni sinni.
Með skírskotun til framburða áðurgreindra þriggja
vitna, sem ekki hafði á neinn hátt verið hnekkt, þótti nægi-
lega i ljós leitt, að orsök slvssins mætti rekja til bilunar
eða galla í fleyg þeim, er sundur hrökk, án þess séð yrði,
að H. j'rði á nokkurn hátt um stysið kennt. Að þessu at-
huguðu og þegar litið var til þess, að B. sá um framkvæmd
verksins, H. var starfsmaður þess f^TÍrtækis og vann undir
stjórn verkstjóra þess, en Þ. að hinu levtinu átti tækið og
umsjón með því var í höndum starfsmanns þess, þá þótti
eðlilegast að líta svo á, að H. gæti krafið hvort þess-
ara fyrirtækja um sig, eða bæði saman, um bætur fyrir
tjón það, er hann beið. Samkvæmt þessu var sýknu-
krafa Þ. ekki tekin til greina, en þvi gert að bæta H. tjón
hans að fullu. Þótti tjónið hæfilega metið á kr. 6.984.98.
(Dómur B.Þ.R. 27/2 1957).
Skaðabætur utan samninga. — Dánarbætur.
Hinn 12. janúar 1955 sigldi enskur togari á islenzkan
vélbát, þar sem hann var að fiskveiðum á bátamiðum
norð-vestur af Súgandafirði. Fórst báturinn, og tveir af
áhöfn hans drukknuðu. Noklcur skaðabótamál voru höfð-
uð fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur vegna þessa
slyss af hálfu íslenzkra aðila, er þarna áttu hlut að máli.
Varð niðurstaða þeirra, að því er varðaði fébótaábyrgð
á slysinu, að hún var lögð óskoruð á eigendur togarans,
þar sem skipstjórnarmenn lians þóttu hafa átt alla sök á
árekstrinum með gálausri og löglausri siglingu. Meðal
98
Tímarit lögfræöinga