Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Qupperneq 63
var að ræða, eða aS honum yrði að öðrum kosti gert að
greiða andvirði slíkrar vélar.
G. véfengdi ekki frásögn F. af skiptum þeirra, en krafð-
ist sýknu af kröfum hans í málinu og málskostnaðar.
Byggði hann sýknukröfuna á því, að kröfur F. væru fyrnd-
ar og skirskotaði í því efni til 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905.
Dómarinn leit svo á, að hér hefði verið um lán til eign-
ar að ræða. Væri því fyrningarfrestur á kröfu F. til af-
hendingar lánsins eða andvirðis þess 10 ár, sbr. 2. tl. 4.
gr. áðurgreindra laga. Samkvæmt því var ekki fallizt á,
að krafa F. væri fyrnd. Og þar sem G. hafði ekki uppi
aðrar sýknuástæður, var krafa F. um greiðslu á andvirði
hrærivélarinnar tekin til greina, en við munnlegan flutn-
ing málsins hafði hann fallið frá kröfu sinni um afhend-
ingu annarrar hrærivélar i hennar stað. Með hliðsjón af
þessum úrslitum voru F. dæmdar kr. 750.00 i málskostnað.
(Dómur B.Þ.R. 28/9 1957).
Ábvrgð á greiðslu vöruúttektar.
Fyrri hluta sumars 1955 dvöldu íslenzk hjón, A. og S.,
í Kaupmannahöfn. Bjuggu þau þar á hóteli einu. Hinn
26. júní fór eiginmaðurinn, S., heim til Islands, en eigin-
konan, A., dvaldist um kyrrt ytra. Tveim dögum fyrir
hrottför S. frá Kaupmannahöfn tilkynnti A. honum, að
sambúð þeirra væri lokið. Á meðan hjónin bjuggu saman
á liótelinu, pantaði eiginkonan ýmsar vörur hjá F., fyrir-
tæki einu í Kaupmannahöfn. Nam andvirði varnings þessa
samtals d. kr. 2.776.05. Hinn 14. júni höfðu hjónin greitt
d. kr. 1.450.00 upp í úttektina, þannig að eftir stóðu d.
kr. 1.326.05, er S. fór heim til Islands. Næstu tvo mánuði
tók A. svo út vörur hjá sama fvrirtæki fyrir d. kr. 107.65
til viðbótar og lét færa til reiknings á nafn S.
Forráðamenn F. kröfðu nú S. um greiðslu á eftirstöðv-
um framangreindra vöruúttekta og og reistu kröfu sína á
því, að meginhluti varanna liefði verið tekinn út, meðan
Tímarit lögfrœOinga
109