Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 71
Höfðaði ríkissjóður síðan mál gegn P. til heinitu gjald-
anna.
P. krafðist sýknu og reisti kröfu sína annars vegar á
þvi, að kröfur rikissjóðs væru fyrndar, en á liinn bóginn
á því, að skattálagningin væri óréttmæt, þar eð eignir
þær, sem hún var miðuð við, hafi revnzt einskisvirði.
f forsendum að niðurstöðum dómsins segir, að samkv.
ákvæðum laga nr. 14/1905 fyrnist kröfur, er lögtaksrétt-
ur fylgir, á 4 árum, frá þvi þær urðu gjaldkræfar, en
skattar þeir, sem málið snerist um, væru slíkar kröfur.
Af dagsetningum hinna almennu úrskurða um lögtak,
sem áður var getið, megi sjá, að lögtaks var beiðst, meðan
lögtaksrétturinn var i fullu gildi, en á hinn bóginn hafi
ekki verið fullnægt þvi skilyrði 2. gr. laga nr. 29/1885,
að lögtakinu yrði haldið áfram með liæfilegum hraða.
Af þeim sökum hafi lögtaksrétturinn verið fallinn niður,
þegar lögtak var framkvæmt hjá P., og á þvi hafi fyrr-
greindur dómur Hæstaréttar verið hyggður. Lögtaks-
beiðnin eða beiðnirnar einar nægi þvi ekki til að slita
fvrningu á kröfum þessum og ríkissjóður hafi látið líða
ónotaðan sex mánaða frest þann er um ræðir i 11. og
12. gr. laga nr. 14/1905. Rikissjóður hreyfði þvi, að nýr
fvrningarfrestur hafi liafizt 28. febrúar 1953, en þann
dag ritaði P. fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem hann
óskaði þess, að eignakönnunarskattar hans yrðu felldir
niður, sökum þess að eignir lians, þær, sem skattarnir
voru á lagðir, hefðu reynzt einskis virði, einkum vegna
laganna um skuldaskil útvegsmanna. Ekki þótti unnt að
fallast á það, að greind málaleitun P. jafngilti viðurkenn-
ingu á skuld hans við rikisssjóð i merkingu 6. gr. laga
nr. 14/1905. Með tilliti til alls þessa þótti verða að lita
svo á, að skattakröfur ríkissjóðs i málinu væru fallnar
úr gildi fyrir fyrningu, og þegar af þeirri ástæðu var
sýknukrafa P. tekin til greina, en eftir atvikum þótti rétt,
að málskostnaður félli niður.
(Dómur B.Þ.R. 30/11 1957). / Gunnar M. Guðmundsson.
Tímarit lögfrceðinga
117