Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 56
Starfið innan samtakanna. öflun nijrra meðlima er nauðsynleg til þess að ná sterkri aðstöðu í kjarabaráttu. Samtökin urðu að ná mikilli hlutfallslegri meðlimaaukningu, ef þau áttu að geta náð nauðsynlegum árangri. A fyrstu starfsárum SACO var tiltölulega algengt, að menn væru meðlimir í tveimur fagfélögum. Meðlimur i SACO gat sömuleiðis einnig annað hvort verið meðiimur í TCO eða SR, ann- að hvort gegnum starfsmannafélag sitt eða sem einstakl- ingur. Það kom í Ijós, að þessi tvöfalda þátttaka var óheppileg, já, og til lengdar ógerleg. Ekki er hægt, að tvenn félagasamtök með ólíka stefnu hafi umhoð fyrir sama manninn. Vandamálið var sett á oddinn 1952. Bandalag menntaskólakennara var hæði meðlimur SR og SACO. Eftir samningaumleitanir við rikið greip SACO til kjaraharáttuaðgerða, en á meðan var SR að taka ákvörðun sína. Nú urðu menntaskólakennararnir auðvitað að kjósa annan hvorn aðilann og þeir kusu SACO. Síðan hvarf þessi tvöfalda þátttaka smám sam- an. í lögum SACO er miðað við, að meðlimirnir tilheyri aðeins einu fagfélagi. Þýðingarmikið verkefni innan samtakanna var að út- vega fjármagn, svo að starfsemin gæti orðið virk. Gjöld- in til einstakra aðildarfélaga voru hækkuð og fyrir auk- ið fjármagn ráðið starfslið, þ. e. a. s. mvnduð föst skrif- stofa fyrir daglegt starf. Gjöld til félaga sænskra háskólamanna eru nú vfir- leitt milli 200—300 s.kr. áári. Til SACO renna 30 s.kr. af þessu árgjaldi. Starfsliðið á skrifstofu SACO er nú 19 manns, þar af 10 háskólamenntaðir menn. Aðildarfélögin hafa skrif- stofur, sem samtals hafa mörgum sinnum fleiri starfs- menn. Gjöldin ganga ekki eingöngu lil skrifstofanna, lield- ur einnig m. a. til að byggja upp þá sjóði, sem nauðsyn- 50 Tímarit lötjfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.