Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 9
Skúli Pálsson, hdl.:
ÁKVÆÐI LAGA UM SKATTFRAMTÖL
INNGANGUR
Erindi þessu er ætlað að gera nokkra grein fyrir helztu at-
riðum i íslenzkri löggjöf, sem varða skattframtöl. Efnismeð-
ferðinni verður í stórum dráttum hagað þannig, að fyrst verð-
ur rætt um framtalsskylduna, minnzt á þær kröfur, sem lög
gera til framtalsins sjálfs, þ. e. varðandi form, undirritun,
fylgiskjöl o. fl., en einnig mun rætt um framtalsfrest. Þá verð-
ur vikið að ágöllum framtals og síðan í fáum orðum að réttar-
áhrifum framtalsins, þ. e. afstöðu framteljanda annars vegar
og stjórnvalda hins vegar.
Réttarheimildir.
I upphafi er rétt að geta þeirra réttarheimilda, sem um efnið fjalla.
Helztu lagabálkar íslenzkir um skatta eru lögin um tekjuskatt og eign-
arskatt (tskl.), sem eru nr. 68/1971, sbr. lög 7/1972. I tekjuskattslög-
unum er að finna ákvæði um framtöl og það, sem að þeim lýtur, eink-
um í 35. gr. og 37. gr., enda er í öðrum lögum um opinber gjöld, t. d.
lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972, vísað til tekjuskatts-
laganna um þessi atriði sem og mörg fleiri. Lögin um tekjuskatt og
eignarskatt eru því aðal lagaboðin um þetta efni, svo og reglugerð um
tekjuskatt og eignarskatt, að svo miklu leyti sem hún er talin gilda.
Reglugerðin er frá 1963 nr. 245 (rglg.), og hefur hún orðið fyrir ótrú-
lega hægfara breytingum þrátt fyrir stórbreytingar á skattalögunum.
Ég mun þó styðjast við hana í þessu spjalli og vísa til hennar, eftir
því sem mér þykir rétt.
3