Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 12
uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. 1 þessu reglugerðarákvæði segir, að eignir, skuldir, tekjur og frádrátt skuli telja fram sundurliðað, þannig að séð verði, hvaða eignir aðili eigi og mat þeirra til eignar- skatts, hverjum aðili skuldi og hvers konar skuldir sé um að ræða, hvaðan tekjur aðilja eru runnar og hverjar þær séu svo og hverjir frádráttarliðir séu. Einnig skal getið um eignakaup og sölur, bygginga- kostnað, arfgreiðslur, eignir og tekjur barna undir 16 ára, giæidda húsaleigu og heimilisaðstoð, fjölskyldustærð og sérhverjar aðrar upp- lýsingar, er máli skipta til ákvörðunar tekna og eigna og álagningar skatta. Virðist af þeim kröfum, sem gerðar eru um efnisinnihald framtals- ins, að það hljóti að verða í því formi, að hægt sé á skýran og greini- legan hátt að koma að þessum upplýsingum. Þá verður einnig ljóst af þessum ákvæðum reglugerðarinnar, að ekki er síður ætlazt til þess. að hinar negativu hliðar fjárhagsins komi í ljós. Nú er það hvergi í ís- lenzkum skattalögum tekið beinlínis fi'am, en þetta má lesa út úr ýms- um ákvæðum tekjuskattslaganna. í dönsku framtalslögunum er í 2. gr. beinlínis tekið fram um þetta atriði þar sem segir: „Enhver der omfattes af reglerne om indkomstskattepligt i henhold til lovgivningen om indkomst og formueskat, skal være pligtig til at selvangive sin ind- komst hvad enten denne er positiv eller negativ.11 Undirritun — drengskaparyfirlýsing. Eyðublöðin skulu send framteljendum í janúar ár hvert. Framtals- eyðublöðin eru árituð með nafni framteljandans og heimilisfangi, fæð- ingardegi og ári, svo og nafnnúmeri. Ef framtalseyðublaðið nær ekki til framteljanda af einhverjum ástæðum eða hann glatar því, ber hon- um sjálfum að afla sér eyðublaðs. Um útfyllingu framtalseyðublaðsins er það að segja, að hún skal fara fram eftir beztu vitund, sbr. 87. gr. rglg. Þegar framteljandi hefur lokið útfyllingu framtalseyðublaðs, skal hann undirrita það og staðfesta að viðlögðum drengskap, að rétt sé frá skýrt, sbr. 87. gr. rglg. og 35. gr. laganna. Um þessa drengskapar- yfirlýsingu er þess að geta, að til skamms tíma var álitið, að hún hefði eitthvert gildi að lögum, og þá helzt það, að röng framtalsskýrsla, a. m. k. ef um ásetningsbrot væri að ræða, mundi geta valdið refsingu skv. ákvæðum hgl. um rangar skýrslugjafir t. d. 145., 146. og 147. gr. laganna. Hæstiréttur hefur hins vegar hafnað þeim skilningi ákveðið í Hrd XLI bls. 835. I því máli hafði ákæruvaldið höfðað mál á hendur manni nokkrum fyrir veruleg skattsvik. M. a. voru brot hans heim- 6

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.