Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 14
Framtalsfrestur. Framtalsfrestur fyrir einstaklinga er til janúarloka. Þeir sem hafa rekstur með höndum, skulu skila framtali fyrir lok febrúar. Það má lengja þessa fresti til loka febrúar og loka marz. Vátryggingarfélög hafa sérstöðu, þar sem þau þurfa eigi að skila fyrr en 31. maí ár hvert. Ágallar á framtali. Ég hef nú drepið á helztu atriði, sem lög og reglugerð hafa að geyma um framtalið. Hlýtur í beinu framhaldi af því að rísa spurningin um það, hvemig fari, ef frá framtali er ekki gengið á þann háttt, sem lögin gera ráð fyrir. Framtal þarf eftir framansögðu að vera skrifleg skýrsla í ákveðnu formi, sem send skal til skattyfirvalda innan tilt.ek- ins frests staðfest af framteljanda með undirritun hans. Ljóst sýnist að framtal, sem ekki uppfyllir þessar lágmarkskröfur nema að mjög litlu leyti, verður eigi talin fullnægjandi framtalsskýrsla og mundi veita skattyfirvöldum heimild og raunar skyldu til að fara ekki eftir henni og mundu skattar framteljanda þá verða ákveðnir með áætlun. Um þessi atriði fjallar Hrd XXXVII bls. 908, en þar segir: „Aðal- áfrýjandi taldi ekki fram til skatts og skilaði engum skattframtölum fyrir skattárin 1959 og 1960, svo sem boðið er í 33. gr. laga um tekju- skatt og eignarskatt nr. 46/1954, er þá giltu. Hins vegar er fram kom- ið, að aðaláfrýjandi lét skattstofu Reykjavíkur í té óundiiTÍtaða og óstaðfesta reikninga ásamt nokkrum öðrum plöggum, er tjáðust varða eignir og atvinnurekstur aðaláfrýjanda nefnd skattár, og lögðu skatt- yfirvöld þau til grundvallar skattálagningu með tilteknum breyting- um, sem í úrskurði fógeta greinir og um er deilt í máli þessu. En þessi ófullkomnu reikningsgögn máttu eigi koma í stað lögboðinna heitfestra skattskýrslna, sbr. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 46/1954, og átti því sam- kvæmt 2. mgr. 35. gr. sbr. 46. gr. sömu laga að áætla heildartekjur og heildareign aðaláfrýjanda til skatts, „svo ríflega" sem mælt er í 2. mgr. nefndrar 35. gr. Var óheimilt að víkja frá ákvæðum laga um þetta efni ..Undirréttur hafði tekið álagninguna til efnislegrar meðferðar, og veitt heimild til lögtaks, en Hæstiréttur felldi þann úr- skurð úr gildi. Áætlun vegna galla á framtali má þó ekki beita, nema framteljanda sé fyrst veittur kostur á að leggja fram skýringar. Hæstiréttur hefur í tveimur dómsúrlausnum kveðið á um þetta atriði. Fyrri dómurinn er Hrd. XXIX bls. 259, en þar segir svo: „Stjórnvöld skattamála hafa ekki notað heimild 35. gr. laga nr. 45/1954 til þess að skora á stefnda að láta í té nánari skýringar á landbúnaðarskýrslu hans og áætla síðan 8

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.