Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 19
fyrr en á allra síðustu tímum, og miða ég þar enn við það tímabil, sem lagaskráin tekur til. Hér ber vitaskuld mest á breytingum þsim, sem gerðar voru á þessu ári, þegar skattkerfinu sjálfu var breytt í svo ríkum mæli, að segja má, að grundvöllur þess sé nú í veigamiklum atriðum orðinn annar en áður var. Það er ekki ætlun mín að ræða hér, hvort þessi breyting hafi verið góð eða vond í sjálfu sér, en hinu er ekki að neita, að hún hefur vakið marga til umhugsunar um spurningu, sem raunar er ekki ný af nál- inni, þ. e. hvort löggjafinn hafi alveg óbundnar hendur um setningu umfangsmikilla breytinga á skattalögum, sem látnar eru taka gildi á álagningarárinu, og þar með sé ákveðið, að skattur skuli miðaður við tekjur og eign skattþegns á árinu áður. Og í framhaldi af þessu er spurt: Getur skattþegn, sem af þessum sökum verður að þola aukna skattbyrði, fram yfir það sem hann mátti búast við samkvæmt fyrri lögum, haft uppi einhverjar varnir gegn þeim órétti, sem hann væntan- lega telur sig beittan. Hér er komið að spurningunni um gildi afturvirkra laga almennt og skattalaga sér í lagi. Þetta er viðamikið efni og enginn kostur að gera því skil í stuttu máli, enda skortir mig til þess nægjanlega þekkingu. Ég hefi í yfirliti, er hér liggur frammi, bent á nokkrar heimildir um þetta efni, sem laga- menn geta kynnt sér, ef þeir hafa til þess vilja og löngun, og dregið síðan af þeim eigin ályktanir. Það hefur um langt skeið verið talin gi'undvallarregla í réttarskipan lýðræðisríkja, að lög skuli ekki hafa afturvirk áhrif. Slík ákvæði eru í stjórnskipunarlögum nokkurra ríkja. Svo er um norsku stjórnar- skrána, en þar er regla í 97. gr., sem segir: „Ingen lov má gives tilbake- virkende kraft“. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur að geyma þess konar ákvæði og í stj órnskipunarlögum vesturþýzka Sambandslýðveld- isins er tekið fram, að íþyngjandi ákvæði refsilaga megi ekki vera aft- urvirk. Ákvæði í þessum anda eru einnig í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og í mannréttindasáttmála Evrópu. Eins og kunn- ugt er, stendur engin slík regla í stjórnarskrá Islands. Þrátt fyrir þá frómu hugsun, sem liggur að baki þessari réttarreglu, er víst mikill misbrestur á, að eftir henni sé farið án undansláttar, jafnvel ekki þar sem hún er hluti af skráðum stjórnskipunarlögum. Hún er talin hafa mismunandi gildi á hinum ýmsu sviðum laga og réttar. Þannig munu sjálfsagt allir sammála um gildi reglunnar á sviði refsiréttarins, að því er varðar íþyngjandi ákvæði nýrra refsi- 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.