Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 22
þessum lögbundnu skattfríðindum, enda eru samningar, er á komust milli hinna einstöku félaga, teknir upp sem fylgiskjöl með lögunum. Með 14. gr. 1. nr. 128, 29. des. 1947 um dýrtíðarráðstafanir, voru lög- in frá 1939 felld úr gildi, en lögin um dýrtíðarráðstafanir tóku gildi 1. janúar 1948. Á árinu 1948 voru því skattlagðar allar slíkar tekjur þeirra sjómanna, er hlut áttu að þessum samningum. 1 lögtaksmáli út af tekjuskatti hafði gjaldandi uppi þær varnir, að honum bæri aðeins að greiða tekjuskatt af hálfri áhættuþóknun, sem honum hafði verið greidd 1947. Fógetarétturinn tók mótmælin til greina og synjaði um framgang lögtaksins. Dómendur Hæstaréttar voru ekki sammála um niðurstöðu málsins, en meiri hlutinn, fjórir dómendur, staðfestu úrskurðinn að niðurstöðu til, og segir svo í atkvæði þeirra: „Þegar litið er til þess, sem upplýst er um aðdragandann að setningu laga nr. 61/1939 svo og til orðalags 1. gr. laganna, verður að telja, að gagnáfrýjandi hafi átt rétt á undan- þágu frá því að greiða tekjuskatt af hálfri stríðsáhættuþóknun þeirri, er hann hafði unnið fyrir fram til þess tíma, er lög nr. 128/1947 tóku gildi“. Þarna er, að því er mér skilst, verið að segja, að löggjafinn hafi að vísu haft fulla heimild til að fella þessi skattfríðindi úr gildi. með lög- um, en þó ekki með afturvirkum áhrifum, af því að þau voru byggð á samningi, sem ríkisvaldið hafði gerzt aðili að með sérstökum hætti. I forsendum fyrir niðurstöðu meirihlutans er hvergi minnzt á 67. gr. stskr., en ætla verður, að dómurinn sé byggður á, að skattfrelsið hafi notið verndar þessa stjórnarskrárákvæðis að þessu takmarkaða leyti. Ég verð að játa, að mér er ekki alveg ljós nauðsyn þess að tala um, að skattfrelsi, sem byggt er á samningi, verði ekki afnumið án bóta, eins og próf. Ólafur Lárusson gerir í grein sinni. í þessum tveim til- vitnuðu dómum, hefur Hæstiréttur ekki gert annað en að fella niður skattgjald, sem hann hefur talið ranglega á lagt, samkvæmt megin- reglum 67. gr. stjórnarskrárinnar, og skattþegn er því eins settur og skattur hefði ekki verið á hann lagður. Ef ég skil dr. Gauk Jörunds- son rétt, er það þetta sem hann á við, þegar hann ræðir um réttarlegt gildi 67. gr. stjórnarskrárinnar, að því er til skatta tekur, í riti sínu „Um eignarnám“, en þar segir hann á bls. 35: „Sé ljóst af ákvæðum laga, sem kveða á um eignarskerðingar af þessu tagi, að þau ætlist ekki til, að fullar bætur í skilningi 67. gr. stjórnarskrárinnar komi fyrir, eða að þau ætlist jafnvel til, að engar bætur komi fyrir, þá ber ekki að beita ákvæðum þeirra um eignarskerðinguna. Má orða það svo, að lögin séu að því leyti ógild eða ógild réttarheimild". 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.