Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 35
RÁÐSTEFNA UM MANNRÉTTINDI AlþjóSlega lögfræðinganefndin hefur aðsetur í Genf í Sviss. Ein deild inn- an nefndarinnar er sú austurríska, og hefur hún aðsetur í Vín. Starf Austur- ríkisdeildar Alþjóðlegu lögfræðinganefndarinnar hefur verið þróttmikið. Deild- in hefur m. a. haldið árleg þing í ýmsum löndum, þar sem tekin hafa verið til umræðu ýmis brýn lögfræðileg vandamál, sem varða mannréttindi. Austurríkisdeildin hélt þing hér á landi í Reykjavík í júní 1972. Ritari nefnd- arinnar, Dr. Rudolf Machacek, lögmaður og dómari í Vín, hafði náið samband við stjórn Lögfræðingafélags Islands um allan undirbúning. íslenzkum lög- fræðingum var boðin þátttaka í mótinu, og notfærðu sér það nokkrir. Efnið, sem rætt var á þinginu, fjallaði um það, hvort menn gætu fyrirgert rétti sín- um til vissra grundvallarmannréttinda með því að misnota þau, en þetta efni hét á frummálinu: Verwirkung von Grundrechten im Falle des Misbrauches. Efni þetta mun koma mörgum ókunnuglega fyrir sjónir hér á landi, en um þetta eru þó ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópuráðsins og í stjórnarskrám ýmissa Evrópurikja. Þátttakendur á mótinu munu hafa verið um 30, íslenzkir og erlendir, þeirra á meðal hæstaréttarforsetar Austurríkis og íslands og ríkissaksóknari Vestur- Þýzkalands, svo að einhverjir séu nefndir. Þingmálið var enska. Þingið stóð í tæpa viku, en fundir voru þó ekki haldnir allan þann ííma. Framsögumenn voru þeir Dr. Willibald Pahr, deildarstjóri, Dr. Oswin Martinek, skrifstofustjóri, báðir austurrískir stjórnarráðsstarfsmenn, og prófessor Þór Vilhjálmsson. Að loknu hverju framsöguerindi fóru fram frjálsar umræður. Bæði þær og persónulegar viðræður leiddu í Ijós nokkurn skoðanamun, aðallega eftir þjóðerni manna, sem þó verður ekki talinn djúpstæður. Telja verður, að hinir erlendu gestir hafi hlotið hér sæmilegustu viðtökur, m. a. þágu þeir boð hand- hafa forsetavalds, dómsmálaráðherra og borgarstjóra. Þinginu var slitið 7. júní 1972, en þá héldu flestir erlendir þátttakendur heimleiðis. Austurríkisdeildin gefur út tímarit. Þar verður bráðlega fjallað um umrædd- an fund og sagt frá því, sem þar fór fram og helztu niðurstöðum. Stefán M. Stefánsson SKATTARÉTTARNÁMSKEIÐ Dagana 20.—24. nóvember sl. gekkst lögfræðingafélagið í samvinnu við Lagadeild Háskóla íslands og lögmannafélagið fyrir námskeiði á sviði skatta- réttar. Stóð námskeiðið frá kl. 17.00—19.00 hvern dag. Dagskrá var þessi: 1. Skattframtalið og þýðing þess. Fyrirlesari Skúli Pálsson, hdl. 2. Upplýsingaskylda þriðja manns. Fyrirlesari Ármann Jónsson, hrl. 3. Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Fyrirlesari Jónatan Þórmundsson, prófessor. 4. Réttarfar í skattamálum. Fyrirlesari Helgi V. Jónsson, borgarendurskoðandi. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.