Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 37
til máls Hafsteinn Hafsteinsson lögfræðingur landhelgisgæzlunnar, Benedikt
Blöndal hrl., Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari, Bjarni K. Bjarna-
son, Þór Vilhjálmsson, Jónatan Þórmundsson, Már Pétursson og Hrafn Braga-
son borgardómari. Að lokum var gengið frá umsögn. Er þar mælt með höfuð-
atriðum frumvarpsins, þ. e. fjölgun dómara úr 5 í 6 og lögfestingu heimildar
til, að um minni háttar mál sé fjallað af þremur dómendum. Lagt var til, að
nokkrar breytingar yrðu gerðar á orðalagi, einkum varðandi heimild til að
3 menn skipi dóm.
Á fundinum 22. janúar var loks rætt um umsögn félagsins um frumvarp til
laga um málflytjendur. Dreift var fjölritaðri tillögu frá stjórn félagsins. Var
hún í þremur meginköflum, og voru framsögumenn um þá Stefán Már Stef-
ánsson, Þór Vilhjálmsson og Jónatan Þórmundsson. 1 umræðum um málið
tóku til máls Þorsteinn Pálsson stud. jur., formaður Orators, Þorvaldur Grétar
Einarsson bankalögfræðingur, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Hafsteinn
Hafsteinsson, Már Pétursson, Jón Steinar Gunnlaugsson stud. jur., Benedikt
Blöndal og Hjörtur Torfason, auk framsögumanna. Skoðanir voru skiptar, en
ekki þótti unnt að efna til atkvæðagreiðslu um einstök atriði. Urðu menn að
lokum á það sáttir að senda tillögu stjórnarinnar sem umsögn, eftir að gerð
hefði verið á henni ein breyting varðandi prófraun héraðsdómslögmanns-
efna. Tekið skyldi fram í bréfi til allsherjarnefndar neðri deildar Alþingis, að
líta bæri á umsögnina fyrst og fremst sem niðurstöðu stjórnar félagsins. —
Frumvarpið um málflytjendur varðar mikilvæga hagsmuni lögfræðinga, og er
þess ekki kostur að rekja hér einstök atriði I umsögn Lögfræðingafélagsins.
Ýmis fleiri samtök lögfræðinga, fyrst og fremst Lögmannafélag Islands, hafa
sent umsagnir. Frumvarpið er stjórnarfrumvarp, samið af Benedikt Sigurjóns-
syni hæstaréttardómara, sem til þess var skipaður vorið 1971 af Auði Auðuns
þáverandi dómsmálaráðherra. í greinargerð segir, að meginatriði frumvarps-
ins séu tvö. Hið fyrra er afnám prófraunar þeirra, sem óska að verða héraðs-
dómslögmenn, en í stað prófsins komi tiltekin starfsreynsla, þ. e. tvö ár á
málflutningsskrifstofu eða 3 ár á dómaraskrifstofu og við önnur opinber störf,
sem veita embættisgengi. Síðari breytingin, sem frumvarpið fjallar um varðar
agavald og stofnun lögmannsdóms, sem að meginstefnu taki við núverandi
störfum stjórnar Lögmannafélagsins á þessu sviði.
Þriðji fundur Lögfræðingafélagsins á starfsárinu var haldinn í Lögbergi 29.
janúar til að ræða um málefni opinberra starfsmanna. Framsögumaður var
Hrafn Bragason, sem á sæti í nefnd, er nú vinnur að endurskoðun laga um
kjarasamninga opinberra starfsmanna, réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna,
verkfallsrétt þeirra o. fl., svo sem vikið er að í fréttapistli Ragnars Aðalsteins-
sonar um Bandalag háskólamanna á öðrum stað í þessu hefti. Að framsögu-
ræðunni lokinni tóku til máls Jónatan Þórmundsson, Stefán Már Stefánsson,
Ragnar Aðalsteinsson hrl., Bjarni K. Bjarnason og Hallvarður Einvarðsson
aðalfulltrúi saksóknara ríkisins. Einkum var fjallað um, hvort fórna skuli ævi-
ráðningu fyrir fullan verkfallsrétt opinberra starfsmanna og hvaða takmark-
anir komi til greina á verkfallsrétti. Var ekki gerð ályktun í málinu á fundinum
29. janúar.
Þegar þetta er skrifað, hefur verið boðaður fræðafundur 26. febrúar til að
fjalla um þróun félagaréttar. Framsögumenn verða Páll Skúlason bókavörður
og Hjörtur Torfason hrl. Þór Vilhjálmsson
31