Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 44
hefði verið gerður heiðursfélagi Dómarafélags islands á 70 ára afmæli hans.
Á fyrsta fundardegi var auk þessa fjallað um ýmis félagsmál og þegið boð
forsætis- og dómsmálaráðherra, er bauð til síðdegisdrykkju. Næsta dag, 10.
nóvember, var almennur fundur með starfsmönnum fjármálaráðuneytisins um
bókhald innheimtumanna ríkissjóðs og stöðlun skjala. Framsögumenn voru
Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Sverrir Júlíusson stjórnarráðsfulltrúi.
Þennan dag var einnig fjallað um félagsmál og þegið síðdegisboð borgar-
stjórans í Reykjavík. Laugardaginn 11. nóvember sátu þeir fundarmanna,
sem jafnframt eru umboðsmenn Tryggingastofnunar ríkisins, fund með for-
stjóra og starfsmönnum stofnunarinnar, og fundarmenn allir þágu hádegis-
verðarboð hennar.
Við stjórnarkjör lýsti formaður því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til
endurkjörs. Kosningu hlutu:
Björgvin Bjarnason sýslumaður og bæjarfógeti, formaður, og meðstjórn-
endur: Einar Ingimundarson bæjarfógeti, Magnús Thoroddsen borgardómari,
Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari og Andrés Valdimarsson sýslu-
maður. — Endurskoðendur voru kosnir: Gunnlaugur Briem sakadómari og
Unnsteinn Beck borgarfógeti.
Valgarður Kristjánsson
Svo sem kunnugt er hafa starfað innan vébanda Dómarafélags Islands
Dómarafélag Reykjavíkur og Sýslumannafélag. Ritstjórn er kunnugt um, að
tillögur hafa komið fram um að gera breytingar á þessari skipan, en ekki
liggja fyrir upplýsingar um það mál á þessu stigi.
FÉLAG
BANKALÖGFRÆÐINGA
Félag bankalögfræðinga var formlega stofnað 28. júní 1972. Félagsmenn
geta allir þeir orðið, sem hafa lögfræðistörf að aðalstarfi í íslenzkum lána-
stofnunum og félagsfundur samþykkir. Félagsmenn eru nú 20.
Tildrög að þessari félagsstofnun voru þau, að um mánaðamót janúar/fe-
brúar 1972 hittust nokkrir lögfræðingar, sem hafa lögfræðileg verkefni við
banka í Reykjavík að aðalstarfi, til að ræða sameiginleg hagsmunamál sín,
einkum kjaramál. I framhaldi af því var boðað til sameiginlegs fundar slíkra
lögfræðinga í Reykjavík, sem haldinn var 8. febrúar, til undirbúnings form-
legri félagsstofnun, sem síðan fór fram sem fyrr segir.
Markmið félagsins er að hafa forgöngu í sameiginlegum hagsmunamálum
félagsmanna, einkum að því er varðar kjaramál þeirra, — og bæta störf og
starfsaðstöðu þeirra með hvers konar félagslegum úrræðum. Tilgangi sínum
hyggst félagið ná með því m. a. að verða sjálfstæður samningsaðili um kaup
og kjör félagsmanna og aðili að samtökum háskólamanna sem eining innan
Lögfræðingafélags íslands, og að gangast fyrir skoðanaskiptum um málefni,
sem varða störf félagsmanna, réttindi þeirra og skyldur.
Fyrrgreindir félagsmenn eru allir í Reykjavík, en vonir standa til, að í þeirra
hóp bætist innan tíðar einhverjir utan af landi, þótt fáum slíkum sé þar til að
38