Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Qupperneq 37
meistara, nafn og heimilisfang iðnfyrirtækis, beri það sérstakt heiti, nafn, nafnnúmer, heimilisfang, fæðingardagur og fæðingarár nemans, upphaf og lok námstíma og lágmarkslaun nemans á námstímanum. Ennfremur ákvæði um reynslutíma, orlof, daglegan vinnutíma, skóla- nám og próf. Fram til ársins 1968 voru hér í gildi lög um námskeið verslunar- manna nr. 45/1909, sem mæltu svo fyrir, að kaupmenn, kaupfélags- stjórar og aðrir, sem verslanir rækju eða veittu þeim forstöðu, skyldu sjá til þess, er þeir tækju unglinga yngri en 18 ára til verslunarnáms, að gerður væri við þá skriflegur námssamningur á eyðublöð, sem stjórnar- ráðið léti gera. Lög þessi munu mörg síðustu árin hafa verið dauður bókstafur, og hafa nú formlega verið felld úr gildi. Enda þótt form vinnusamninga sé ekki lögbundið í öðrum tilvikum en þeim, sem nú hafa verið nefnd, eru skriflegir vinnusamningar næsta algengir í sumum starfsgreinum. Skriflegir samningar hafa um lang- an aldur tíðkast, þegar um er að ræða ráðningu manna, sem ætluð eru mannaforráð og veruleg ábyrgð á mönnum og munum. Venjulega innihalda slíkir samningar fyrirmæli um starfssvið og starfsábyrgð viðkomandi manns, launakjör hans og hlunnindi, vinnutíma, yfirvinnu- skyldu og yfirvinnugreiðslur, orlof og uppsagnarfrest. Á síðari árum hafa ýmsir atvinnurekendur, og þá fyrst og fremst hinir umsvifa- mestu, tekið upp þá reglu að gera skriflegan vinnusamning, tíðast nefndan ráðningarsamning eða ráðningar- og starfssamning, við alla starfsmenn sína. Samningsformið er þá venjulega prentað eða fjölritað, og efnið síðan gjarna tekið upp á tölvuspjald til notkunar við launa- útreiking o. fl. Samningar þessir eru misjafnlega ítarlegir, en meðal þess, sem þar kemur gjarna fram má nefna: 1. nafn, heimili, fæðing- ardag, fæðingarár, nafnnúmer og hjúskaparstétt starfsmannsins, 2. stöðu hans og starfsdeild innan fyrirtækisins, 3. starfslýsingu, 4. launa- kjör og hækkunarreglur, 5. gildistíma ráðningar og uppsagnarákvæði, 6. lífeyrissjóðsgreiðslur, veikindadaga, vinnutíma og yfirvinnu, og loks tilvísun til tiltekins kjarasamnings um starfskjör að öðru leyti. Skriflegir vinnusamningar hafa þann óumdeilanlega kost, að auð- veldara er að sannreyna efni þeirra en munnlegra samninga. Það verð- ur því að teljast æskilegt, að skriflegir vinnusamningar séu ávallt gerðir, þegar starfskjörum er ætlað að vera önnur en lágmarkskjör skv. tilteknum kjarasamningi. Það telst aðalregla á sviði vinnusamninga, að samningsfrelsi ríki, og allir aðilar geti samið um vinnusambandið eins og þeim sýnist. Frá þessari meginreglu eru þó mjög veigamiklar undantekningar, þar sem 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.