Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 7
þá utanfararstyrk til framhaldsnáms í sjórétti og félagarétti. Dvaldist hann um skeið við Oslóarháskóla og kynntist þar meðal annars Halvdan Koht, prófessor og síðar utanríkisráðherra, en hélt síðan til Kaupmannahafnar. Það- an hélt hann svo í ársbyrjun 1923 til Þýskalands og lifði þar góðu lífi fyrir lítinn pening vegna hriðfallandi gengis þýska marksins. Að lokinni um níu mánaða dvöl erlendis hélt Magnús heim „eftir árangurslausa leit að háskólum í þrem þjóðlöndum“, eins og hann lét það heita, en vera hans við Oslóarháskóla er nú samt söguleg staðreynd. Eftir heimkomuna réðst Magnús sem fulltrúi í sakamálum hjá Jóhannesi bæjarfógeta og var jafnframt ráðinn ritstjóri Varðar. Hann lét þó af báðum þessum störfum haustið 1924, er hann stofnaði sitt eigið blað, Storm, en við það var hann jafnan kenndur og varð snemma þjóðkunnur. Hann gaf Storm út í röskan aldarfjórðung og skrifaði hann alltaf einn. í ávarpsorðum 1. tölu- blaðsins, sem út kom 23. október 1924, segir ritstjórinn m.a. um andleg óþrif: ,,Menn þurfa ekki að hafa þau svo ýkja lengi til þess, að þeir hætti að aka sér undan þeim, og stundum getur svo farið, að þeir mennirnir, sem mesta hafa andlega óværðina, gerist forystumenn þjóðarinnar á ýmiskonar sviðum og þjóðin sjálf horfi upp til þessara manna og trúi því í barnslegri einfeldni, að nærföt þeirra séu sápuþvegin og skjallahvít eins og hálslin þeirra . .. Hlutverk þessa blaðs á fyrst og fremst að vera það að reyna að opna augu þeirra manna, sem andlegu óværðina hafa, fyrir því, að þeir hafi þörf fyrir andlegt þrifabað, einkum þó þeirra, sem hættulegast er að smiti út frá sér, en takist ekki að opna augu þessara manna sjálfra, þá mun unnið að því, eftir því sem kraftar leyfa, að augu annarra opnist fyrir sýkingarhættunni, sem þjóðlífi voru er búin af þessum mönnum ... Af þessari stefnu blaðsins leiðir það, að blaðið verður ekki málgagn neins stjórnmálaflokks, sem nú er í land- inu, enda mun það þá ekki lengi verða laust við andlegu óþrifin, þvf að þegar núverandi stjórnmálaflokkar hér sjá sér nokkurn leik á borði, hneppa þeir sanngirni og óhlutdrægni í spennitreyju og fara með vísvitandi fals og blekk- ingar í málgögnum sínum til þess að villa þjóðinni sálarsýn ... en auk þess mun blaðið verða öruggur vörður persónulegs frelsis ...“. Loks var lýst yfir eindreginni andstöðu við bannlögin og templarar ekki í hávegum hafðir. i Palladómum segir t.d. svo um Magnús Jónsson, alþingismann og guðfræði- prófessor: ,,Er hann flaummælskur og útskýrir það nákvæmast, sem léttast er. Ekki sprettur þetta þó af því, að Magnús ráði ekki við það þyngra, heldur mun það valda, að Magnús hefur lengi verið í stúku, en þar eru áheyrendur misjafnir og kunna vel léttmetinu, því maginn er í stöðugu ólagi og þá auð- vitað sálin og skilningurinn líka“. Auk útgáfu Storms liggja eftir Magnús 8 frumsamdar bækur og um eða yfir 20 þýddar, flestar eftir heimskunna höfunda, svo sem Pearl S. Buck, Gogol, Tolstoj, Oktave Aubry, Robert Graves, A. J. Cronin, Stefan Zweig og John Galsworty. í lok endurminninga sinna 1969 segir Magnús, að einhvernveginn sætti hann sig betur við þann Iitla árangur ævistarfs síns að hafa íslenskað nokkur erlend úrvalsrit en þótt hann hefði gerst einkennisklæddur innheimtu- maður ríkissjóðs eða orðið klafabundinn þingmannstuska eða úrræðalítið ráðherratötur. Á öðru ári sínu í háskólanum, 9. október 1919, kvæntist Magnús Sigríði Helgadóttur, trésmiðs Jósefssonar í Reykjavík, ættaðri úr Árnes- og Rangár- 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.