Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 10
mörku, hóf að því búnu störf við embætti föður síns í Reykjavík, en stofnaði haustið 1924 málflutningsskrifstofu í Reykjavík, og var orðinn hæstaréttarlög- maður fyrir jól. Orð fór þegar af Lárusi sem skörpum lögfræðingi, dugmiklum og ráðsnjöll- um. Var honum fljótt trúað fyrir stórum verkefnum, en einnig var honum sér- lega sýnt um að skapa sér verkefni sjálfur. Fénaðist honum því vel. En hann var allra manna mildastur og örastur á fé og fann til margt, bæði menn og málefni, til þess að láta njóta þess, auk þess sem hann var ódeigur við að hætta talsverðu til, þegar viðfangsefni heilluðu hann. Gekk því á ýmsu um hag hans. — Til marks um stórhug hans er það, að þrítugur hafði hann unnið með oddi og egg að því að stofna nýjan banka og sett á stofn fyrstu útvarps- stöð á íslandi og rekið hana í tvö ár ásamt fleiri áhugamönnum. Til bankans, sem ekki reyndist unnt að koma á laggirnar, mun hann ekki hafa kostað öllu meiru en ærnum tíma og starfi, en til útvarpsins stórfé. — En Lárus var fljótur að rétta við skipið, þótt á gæfi. Hann var geysilegur afkastamaður til starfa, vann með ákafa flest verk og lagði ósjaldan nótt við dag. Hann kunni vel til fræðilegra vinnubragða, og í sambandi við stórmál eitt, sem hann fékkst við, gerði hann viðamikla rannsókn á réttarreglum um condictio indebiti. Er trúlegt, að hún hefði dugað honum til doktorsgráðu, ef hann hefði haft hug á því. Lárus átti í ríkum mæli þann kostinn, sem bestur er í fari góðs lögmanns, en það er næm réttlætiskennd og sú góðvild, sem jafnan vill láta gott af sér leiða. Honum var lögfræðin sannarlega ars boni et aequi. — Hann naut að vonum mikilla vinsælda í hópi stéttarbræðra sinna og var kosinn formaður í félagi lögmanna í 13 ár, 1947—1960, oftast í einu hljóði. Af þeirri stöðu lét hann 1960, er hann hvarf úr lögmannastétt og var skipaður hæstaréttar- dómari. Á næsta aðalfundi Lögmannafélagsins var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Eins og alkunna er, sat Lárus á Alþingi all-lengi (1942—1956) sem þing- maður Seyðfirðinga. Hafði hann haldið tryggð og nánum tengslum við Seyð- firðinga — átt þar eignir og haft nokkur umsvif — og Seyðfirðingar við nann. Það var af tryggð við staðinn, sem hann stofnaði þar prentsmiðju á þing- mennskuárum sínum og rak hana í mörg ár, ásamt umfangsmikilli bókaútgáfu. Því fyrirtæki farnaðist allvel. Lárus lét af störfum 1964, en starfaði þó mikið eftir það, og þá að hugðar- efnum sinum, aðallega að ættfræðiiðkunum. Einnig að þeim störfum gekk hann með ákafa og fræðilegri nákvæmni, þótt aldurinn hefði kennt honum að hafa hraðann hóflegri og skorpurnar styttri. Lárus kvæntist hinn 21. júní 1924 Stefaníu Guðjónsdóttur, verkamanns í Reykjavík Sigurðssonar og konu hans Guðnýjar Einarsdóttur. Var hún honum í 53 ára sambúð ómetanlegur styrkur í sviftingum lífsins. Börn þeirra eru Jóhannes hrl., nú látinn, kvæntur Erlu Hannesdóttur, Guðjón læknir við Landa- kotssþítala, kvæntur Auði Guðmundsdóttur, og Jósefína Lára kaupkona, gift Halldóri Bjarnasyni. Ungur tók Lárus Jóhannesson glæsileg próf. Það mun sammæli þeirra, sem þekktu hann, að eftir próf lífsins, sem hann hefir nú lokið, eigi hann hina fögru einkunn: Öðlingur. Gunnar J. Möller. 56

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.