Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 12
fjölmargra ríkja á þessum ákvæðum í raun. Er því allsendis ástæðulaust fyrir Islendinga að láta það dragast úr hömlu að tileinka sér þau rétt- indi, því að allmörg ár munu líða þar til formlegur hafréttarsáttmáli hefur verið fullgiltur og komið til framkvæmdar. Hinsvegar er rétt og eðlilegt, að við gerð nýrrar heildarlöggjafar um landhelgi Islands verði tekið mið af, og gætt samræmis við það sáttmálauppkast, sem nú er fjallað um á hafréttarráðstefnunni og endurspeglar þróun þjóðaréttar á þessu sviði. Verður nú vikið að hinum einstöku réttarþáttum, sem varða land- helgi íslands, og tillögur gerðar um það, hvernig framtíðarskipan þeirra verði best háttað innan ramma nýrrar heildarlöggjafar um efnið. 1. Hin almenna lögsögulandhelgi. Svo sem kumiugt er hafa aldrei verið sett heildarlög um landhelgi Islands. Hið sama gildir um fiskveiðilandhelgina. Er því hvergi að finna í lögum samræmd ákvæði, sem mæla fyrir um stærð hinnar almennu lögsögulandhelgi. Hinsvegar hefur landhelgin verið talin fjórar sjómílur, eða eins og hún virðist almennt hafa verið talin í framkvæmd, áður en Danir gerðu samninginn við Breta 24. júní 1901 um tilhögun á fiskveiðum utan landhelgi o. f 1., þar sem landhelgin var ákvörðuð 3 sjómílur.1) Þótt segja megi, að væntanlega hafi hin 4 1) Ólafur Jóhannesson, Stjórnskipun íslands, 1. útg., bls. 50. í grein þeirri, sem hér birtist, leggur dr. Gunnar G. Schram til, að sett verði almenn landhelgis- lög. Ákvæðin um þetta efni eru nú dreifð og ófullkomin. Gunnar er þeirrar skoðunar, að hin almenna landhelgi ætti að vera 12 sjómílur mið- að við sömu grunnlínur og fiskveiðilögsagan nú. Hann telur, að í lögunum eigi að lýsa yfirráð- um íslands yfir 200 míina fiskveiðilandhelgi og yfir hafsbotninum innan fiskveiðimark- anna og heimila að lýst sé yfirráðum yfir land- grunnssvæðum utar í samræmi við þjóðréttar- reglur. Loks gerir hann að tillögu sinni, að hin nýja löggjöf mæli fyrir um 200 sjómílna meng- unarvarnalögsögu. 58

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.