Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 15
2. Fiskveiðilandhelgin. Með lögum nr. 44/1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins var sjávarútvegsmálaráðuneytinu heimilað að ákvarða með reglu- gerð takmörk verndarsvæða við strendur landsins innan endimarka landgrunnsins, þar sem allar veiðar skyldu háðar íslenskum reglum og eftirliti. Með lögum nr. 45/1974 var ákveðið, að gildissvið laganna frá 1948 skyldi ná til hafsvæðis allt að 200 sjómílum utan við grunnlínu. Svo sem kunnugt er hefur fiskveiðilögsagan jafnan síðan verið færð út með reglugerð á grundvelli þessara laga. Nú, þegar fiskveiðilögsag- an við Island er orðin 200 sjómílur, sýnist tímabært að setja lög um þessa landhelgi. Er eðlilegt, að yfirráðaheimild íslenska ríkisins til fiskistofnanna á þessu svæði og mörkun fiskveiðilandhelginnar séu bundnar í lögum fremur en í reglugerð. Ekki síst er það vegna þess, að í 1. 44/1948 er einungis rætt um „verndarsvæði“ og reglur til vernd- ar fiskimiðunum (1. gr.). Er því æskilegt, að í lög séu settar skýrar heimildir um yfirráðarétt Islendinga á þessu svæði, þ.e. svæðið bein- línis lýst fiskveiðilandhelgi Islands. Á þann hátt kæmi það til kasta Alþingis að fjalla um málið í formi löggjafar, enda eðlilegt, að ytri mörk ríkisins og yfirráðarétturinn yfir auðlindum hafsins sé beinlínis lögbundinn, en um þessi atriði ekki fjallað í stjórnvaldserindi, sem handhafar framkvæmdarvaldsins geta einhliða gert breytingar á. Á það má benda í þessu sambandi, að þegar eftir útfærsluna í 12 sjómílur 1. september 1958, sbr. rgl. nr. 70/1958, komu fram ábendingar fræði- manna um þörf á nýrri lagasetningu um landhelgina almennt^. Er því fyllilega tímabært nú, tuttugu árum seinna, að fullnægjandi réttar- heimildir verði settar um fiskveiðilandhelgina í nýrri landhelgislöggjöf. 3. Landgrunnið og hafsbotninn. Þá skal vikið að réttarstöðu landgrunnsins og hafsbotnsins við Island. Samkvæmt 1. og 2. gr. Genfarsamningsins frá 1958 um landgrunnið fara ríki með yfirráð yfir því út að 200 metra dýptarmörkunum eða út að nýtingarmörkunum á meira dýpi. Lögin nr. 17/1969 um yfirráða- rétt íslenska ríkisins yfir landgrunninu umhverfis Island hafa að geyma síðari skilgreiningu Genfarsamningsins, þ.e. nýtingarmörkin, sbr. 3. gr. laganna. Af því leiðir, að yfirráð íslenska ríkisins taka í dag til hins 1) Ibid. 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.