Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 16
eiginlega laridgrunns, þ.e. stöpulsins, ca. 20—80 sjómílur út frá landinu.
Við brún landgrunnsins er dýpi um 4—500 metrar, en það er einmitt
í dag nýtingarmarkið, þar sem ekki er unnt að nýta auðlindir hafs-
botnsins, olíu- og gaslindir, á meira dýpi. Samkvæmt ákvæðum Genfar-
samningsins — og skilgreiningu laga nr. 17/1969, — nær því yfirráða-
réttur Islands ekki til þeirra víðáttumiklu hafsbotnssvæða, sem liggja
utan landgrunnsstöpulsins, en innan 200 sjómílna fiskveiðilögsög-
unnar. Þurfa því erlend félög strangt tekið ekki leyfi eða heimildir frá
íslenskum stjórnvöldum til að kanna botnlög hinna dýpri hafsbotns-
svæða utan landgrunnsins, en innan fiskveiðilögsögunnar, þótt tvö
bandaiúsk leitarfélög hafi nýlega sótt um, og annað þegar fengið, slíkt
leitarleyfi þar)
Nú er það alkunna, að sífellt finnast nýjar olíu- og gaslindir á hafs-
botni í norð-austur Atlantshafi. Hér skal engum getum að því leitt,
hvort verðmæt jarðefni kunni að finnast á hafsbotni við Island. En
sjálfsagt sýnist þó, að tryggð verði sem fyrst yfirráð íslenska ríkisins
til hafsbotnssvæðisins út að 200 sjómílna mörkunum. Unnt væri að
gera það með breytingu á lögum nr. 17/1969. Hitt sýnist þó eðlilegra
að fjalla um landgrunns- og hafsbotnsyfirráðin í sérstökum kafla í
nýrri landhelgislöggjöf.
Til skamms tíma voru heimildir ríkja á þessu sviði takmarkaðar
við ákvæði Genfarsamningsins um landgrunnið, þ.e. 200 metra dýptar-
línuna eða nýtingarmörkin. ör þróun í hinum alþjóðlega hafrétti síð-
ustu árin hefur hinsvegar valdið því, að ríkjum er nú væntanlega
talið fullheimilt að taka sér yfirráð yfir öllu hafsbotnssvæðinu innan
200 sjómílna markanna, þ.e. innan hinnar svonefndu auðlindalögspgu
(economic zone). Hafa allmörg ríki þegar á síðustu misserum lögfest
ákvæði um slíka 200 sjómílna auðlindalögsögu, þannig að fordæmi eru
þar fyrir hendi. Fjöldi þeirra ríkja, sem lögfest hafa 200 sjómílna
auðlindalögsögu eða landhelgi, er nú um 45. í Evrópu hafa Noregur,
Spánn og Portúgal nýlega sett lög um 200 sjómílna auðlindalögsögu,
sem tekur bæði til hafsins og botnsins. Þar að auki er ráð fyrir því
gert í uppkastinu að hinum nýja hafréttarsáttmála, 76. gr., að ríki fái
yfirráð yfir landgrunninu og hafsbotninum út að 200 sjómílum-h
1) Sbr. fréttatilkynningu iðnaðarráðuneytisins 16. júní 1978.
2) Texti 76. gr. uppkastsins er svohljóðandi: „The continental shelf of a coastal State
comprises the sea-bed and subsoil of the submarine areas that extend beyond its
territorial sea throughout the natural prolongation of its land territory to the outer edge
of the continental margin, or to a distance of 200 nautical miles from the baselines from
which the breadth of the territorial sea is measured where the outer edge of the
continental margin does not extend up to that distance."
62