Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 17
Er full ástæða fyrir Islendinga að tryggja rétt sinn í þessu efni og lýsa án tafar yfir 200 sjómílna hafsbotnslögsögu sinni. Er þá loku fyrir það skotið, að erlendar lögpersónur telji sér heimilt að rannsaka eða nýta þessi svæði á nokkurn hátt án leyfis íslenskra stjórnvalda. 4. Svæðið utan 200 mílnanna. 1 uppkasti að hinum nýja hafréttarsáttmála, 82 gr., er gert ráð fyrir því, að strandríki, sem nýtir auðlindir landgrunns eða botnsvæðisins utan 200 sjómílna frá ströndum sínum, inni arðgreiðslur af henni til hinnar alþjóðlegu hafsbotnsstofnunar í hlutfalli við vinnsluverðmæti d—5%). Fram hafa komið á ráðstefnunni ýmsar tillögur um að ríkjum skuli heimilt að fara með ríkisyfirráð gegn greiðslu vinnslugjalds þegar landgrunnssvæði þeirra nær út fyrir 200 sjómílur. Sovétríkin hafa borið fram tillögu um, að yfirráð þessi skuli ná 100 sjómílur út fyrir 200 sjómílna auðlindalögsöguna. Irland leggur til, að miðað verði ann- að hvort við 60 sjómílur eða þykkt setlaganna utan 200 sjómílna lög- sögunnar. Sennilegt er, að einhver slík tillaga nái samþykki á ráð- stefnunni, þótt á þessu stigi sé ekki hægt að segja um það með fullri vissu. Hinsvegar kom fram á sjöunda fundi ráðstefnunnar, sem hald- inn var í Genf í apríl og maí 1978, að ísland er í hópi þeirra ríkja, sem fá hugsanlega yfirráðarétt utan 200 sjómílna markanna, þar sem landgrunnssvæði Islands (continental margin) nær um 100 sjó- rnílur suður fyrir 200 sjómílna mörkin að hluta, eftir því sem best er vitað. Af þessu leiðir, að í nýrri landhelgislöggjöf þyrfti að vera heimildarákvæði um rétt íslenska ríkisins til landgrunnssvæða utan 200 sjómílnanna, sem beitt yrði í samræmi við ákvæði væntanlegs hafréttarsáttmála og aðrar alþjóðasamþykktir í þessu efni. 5. Mengunarlögsaga. Ekki er að finna nein ákvæði í íslenskum rétti um varnir gegn meng- un hafsins utan 4 mílna markanna, nema þau, sem felast í aðild að þrem alþjóðasamningum um mengunarvarnir á hafinu. Er það alþjóða- samþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, sbr. lög nr. 77/1966, Lundúnasamningurinn um bann við losun úrgangsefna í hafið, sbr. lög nr. 53/1973, og Oslóarsamningurinn um bann við losun 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.