Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 23
ef vel er að málum staðið, að vera til erfiðleika fyrir aðra, sem hags- muna hafa að gæta. Er mikil þörf á að þróa slík form og má í því sambandi benda á dómaform nágranna okkar á Norðurlöndum. 3. Að endingu má nefna úrskurði. Er þá átt við úrskurði um einstök atriði máls, en ekki úrskurði fógeta-, skipta- og uppboðsréttar, sem skera úr um efni máls. Úrskurðir þeir, sem hér er um rætt, geta verið mjög stuttir. Nægilegt virðist að geta heitis máls, rekja kröfur aðilja og geta meginatriða í deilumálinu sjálfu, t.d. í máli þessu krefur stefn- andi stefnda um skaðabætur vegna leynds galla á húsinu að Leynimel 13, er hann keypti af stefnda 31. febrúar 2001. Rekja þarf kröfur að- ilja að því er úrskurðarefni varðar og rökstuðning þeirra. Rita skal síðan úrlausn dómarans og ályktarorðin. Sumir vilja jafnvel sleppa öllum forsendum í þessum atvikum, en ekki mæli ég með því. Vera má, að mál séu gerð hér of einföld, en umræðugrundvöllur ætti þetta að geta orðið, og þá er tilganginum náð. Erindi Haralds Henrýssonar sakadómara Dómasamning er að sjálfsögðu kjarninn í starfi dómara. Þótt önnur störf, sem flest eru liður í undirbúningi þessa lokaþáttar máls, séu oftast fyrirferðarmeiri í daglegum vinnutíma, þá er það þetta starf, sem gerir mestar kröfur. Þau úrlausnarefni, sem úr þarf að leysa, leita á hugann hvar og hvenær sem er, á meðan dómur er í smíðum. Það er auðvitað einstaklingsbundið, hvernig dómar eru samdir. 1 fyrsta lagi nota menn mismunandi verktækni í þessu starfi: Sumir nota penna eða blýant, aðrir ritvél, enn aðrir talvél. I öðru lagi beita menn oft ólíkum aðferðum til að nálgast viðfangsefnið og byggja upp dóma sína. Menn geta komist að niðurstöðu eftir ýmsum leiðum. Með það í huga getur það vart talist heppilegt, að um uppbyggingu og form dóma gildi fastskorðaðar reglur, sem sníði mönnum stakk fyrirfram. Það er og háð eðli og umfangi máls, hvaða bygging hæfir dóminum best, þótt alltaf þurfi að fullnægja sömu grundvallaratriðum. Þungamiðja dóms er dómsorðið, sem kveður á um úrslit máls. Spyrja má, hvort dómur þurfi að vera nokkuð meira en dómsorð. Það sé mál dómarans, hvernig hann komist að niðurstöðu, og hún sé það, sem máli skipti fyrir viðkomandi. Þessi sjónarmið eiga ekki mikinn rétt á sér í dag, enda mæla mjög veigamikil rök þeim í gegn. Það hlýtur að teljast einn grundvallarþáttur réttaröryggis, að dómar beri greini- 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.