Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 27
framburði ákærða fyrir dómi, enda sé hann í samræmi við önnur gögn málsins. Þegar einföldum játningamálum sleppir, er spurning, hvort heppi- legt sé, að í upphafi málsatvikalýsingar sé sjálfstæð frásög'n, þar sem tildrög málsins eru greind og jafnvel að einhverju leyti rakin fram- vinda þess á rannsóknarstigi. Þetta hefur tíðkast mjög hér í dómum, og ég held að það sé yfirleitt til góðs og auðveldi yfirsýn yfir málið. Oft leiðir þetta þó til óþarfa lengingar á dómi, því að atriði, sem koma fram í þessari frásögn, eru ósjaldan endurtekin síðar, t.d. þegar fram- burðir eru raktir. Slíkt ætti auðvitað að forðast. Ég held líka, að slíkri frásögn í upphafi atvikalýsingar megi stundum að skaðlausu sleppa og taka þegar til við að rekja framburði og önnur gögn. Hvernig á svo útdráttur eða endursögn framburða að vera í forsend- um dóms? Þetta fer að sjálfsögðu mjög eftir eðli málsins. Ef ákveðin atriði eru óumdeild í málinu, játuð af sökunaut og studd ótvíræðum gögnum, er, eins og fyrr segir, óþarfi að eyða löngu máli í þau. Ef ákærði hefur t.d. viðurkennt að hafa framið ákveðinn verknað, en krefst sýknu af huglægum ástæðum, þarf ekki að eyða löngu máli í lýsingu verknaðarins sjálfs, en hins vegar ber að leggja áherslu á það, sem máli skiptir og fram hefur komið um huglæga afstöðu ákærða til verknaðarins. Það hlýtur að eiga að vera meginregla við lýsingu framburða í dómi, að einungis sé tekið það, sem máli skiptir við úrlausn málsins, en öllum aukaatriðum sleppt, sem oft vilja fljóta með í yfirheyrslum. Það er vissulega oft erfitt að greina þarna á milli, og stundum getur reyndar verið heppilegt samhengis vegna að taka með atriði, sem virðast ekki beinlínis skipta máli við úrlausn málsins. Eins og áður sagði, finnst mér gæta mikillar tilhneigingar hjá okkur til að ganga langt í þessum efnum. Bæði er um að ræða, að oft fer töluvert mál í aukaatriði, og einnig er um endurtekningar að ræða. Mér finnst t.d. of lítið gert af því að slá saman í eitt frásögn af framburðum vitna, sem bera hið sama í meginatriðum. í máli geta og legið fyrir önnur gögn, sem eru áreiðanlegri en framburðir um ákveðin atriði, og er þá oft óþarfi að rekja framburði um þessi atriði mjög rækilega. Oftast hlýtur að vera nægilegt að rekja framburði fyrir dómi, þótt einnig liggi fyrir framburðir hjá lögreglu og/eða rannsóknarlögreglu. Ef misræmi er á milli framburða í veigamiklum atriðum, nægir að geta þess og í hverju það ligg'ur, en þetta ætti að jafnaði ekki að leiða til þess, að báðir eða allir framburðir séu raktir í heild. Stundum sýnist þó nauðsynlegt að rekja alla framburði viðkomandi frá upphafi rann- 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.