Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 28
sóknar til dómtöku máls. Þetta á einkum við í þýðingarmiklum málum, þar sem sífellt hefur verið um breytingar að ræða. Getur þá verið rétt að sýna í dóminum þróun framburðarins og gefa þannig mynd af trú- verðugleik viðkomandi. Um frásögn af skjölum og vottorðum í dómi hlýtur hið sarna að gilda: að einungis sé tekið það, sem snertir kjarna málsins. Oft er í vottorðum, t.d. lækna og sérfræðinga, kafli, þar sem niðurstöður eru dregnar saman, og ætti að jafnaði að nægja að birta hann. Ég vil hér benda á hæstaréttardóm XLIV 708, að vísu í einkamáli, þar sem fundið er að því, að í héraðsdómi séu tekin upp nær orðrétt flest gögn máls- ins án úrvinnslu og þetta talið andstætt 193. gr. eml. Er nú komið að niðurstöðum, þ.e. hugleiðingum dómara um niður- stöðu, sbr. 166. gr. oml. Hér eru venjulega höfð kaflaskipti í dómum, svo að ekki fari á milli mála, að nú sé það dómarinn, sem tali. Komið er að honum að gera grein fyrir mati sínu á þeim sönnunargögnum, sem rakin hafa verið. Samhengi verður að vera á milli niðurstöðu og atvikalýsingar, þannig að í niðurstöðu sé ekki byggt á öðrum atvikum en þeim, sem lýst er í atvikalýsingu. Hér verður dómari að meta sönn- unargögn í samræmi við 108. gr. oml og rökstyðja mat sitt. Koma verður greinilega fram, hvaða atvik, sem ákært er fyrir, séu talin sönnuð og hver ekki. Ekki nægir að vísa almennt til sakargagna eða atvikalýsingar, heldur verður að tilgreina þau atriði úr gögnum og sönnunarfærslu, sem mat byggist á. Hér þarf auðvitað ekki að koma til endursögn þessara gagna, heldur nægir eingöngu að vísa til þeirra. Ekki nægir að segja: Samkvæmt framansögðu telst sannað o.s.frv., heldur t.d. eitthvað á þessa leið: Með hliðsjón af framburðum N.N. og J.J., svo og skýrslu lögreglu, telst sannað o. s. frv. Hér má benda á dóm Hæstaréttar XIV 385, þar sem fundið var að því, að héraðs- dómari hefði ekki rökstutt niðurstöðu sína, en látið atvikalýsingu nægja. Þá er nauðsynlegt, að dómari taki hvern verknað fyrir sig, sem ákært er fyrir, og taki afstöðu til hans, en láti ekki nægja að slengja saman niðurstöðu um þá alla. Hér má minna á dóm Hæstaréttar XXIV 82, þar sem héraðsdómur var ómerktur vegna þess „að héraðsdómari hefur ekki nema að mjög litlu leyti talið upp og greint þá verknaði, sem hann sakfellir fyrir. Ekki hefur hann heldur að fáum tilvikum fráskildum kveðið á um það við hvaða refsiákvæði hver einstakur verknaður varðar". Eins og áður segir, á ekki að þurfa að endursegja þau gögn, sem dómur vísar til í niðurstöðu sinni og byggir mat sitt á. I nijög um- 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.