Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 32
þýðir þetta?“ Og ég svara. Það þýðir: „Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu.“ „Nú, af hverju sagði dómarinn það þá ekki?“ Ég segi það líka. Nei, hér þarf að verða á breyting — helst formbylting — í líkingu við það, sem varð, þegar Meistari Þórbergur gekk fram á sviðið í „Hálfum skósólum“, og síðar „Bréfi til Láru“. Þó að hinn málfarslegi vandi við dómasamningu sé nokkur hér á landi, þá er hann þó hreinir smámunir miðað við það, sem víða þekk- ist erlendis. Það vill svo til, að ég hefi nokkur undanfarin ár verið fulltrúi fslands í nefnd á vegum Evrópuráðsins, sem kallast á ensku því langa nefni: „Committee of Experts on Economic and Other Obstacles to the Access of Justice inter alia Abroad.“ 1 þessari nefnd hefir það komið fram, að í sumum löndum Evrópu, t.d. Englandi, Frakklandi og Grikklandi, hefir myndast slíkt ginnungagap milli venjulegs tahnáls og lögfræðilegs ritmáls, að almenningur í þessum löndum er hættur að skilja verulegan hluta lagamálsins. Þess vegna hafa nú víða í þessum löndum verið settar á stofn nefndir, sem hafa það hlutverk að einfalda málið á lögfræðilegum skjölum og dómum, leggja niður latneska frasa og fornyrði og færa málið til nútímahorfs. Nefnir þessar eru skipaðar lögfræðingum, málfræðingum og náttúru- lega sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Þessi ráð senda frá sér fyrir- mæli og tilskipanir til dómara og lögmanna um það, hvaða orð megi nota og liver ekki. En svo slæmt er nú ástandið ekki hér, því að hér getum við sjálfir bætt úr því og það skulum við gera. En nóg um mál- farið. Lengd dóma: Og þá sný ég mér að lengd dóma. I 193. gr. einkamálalaganna segir m.a. um þetta: „Dómar og úrskurðir skulu vera svo glöggir og skýrir sem kostur er á“, og ennfremur, að í þeim skuli g'reina „málsatvik og málsástæður þær, er máli þykir skipta.“ Þessi ákvæði eru að vísu nokkuð teygjanleg, og meta verður það í hverju falli, hvað dómur þarf að vera langur, til þess að ákvæðum þessum sé fullnægt. Það hlýtur að fara eftir málsefninu hverju sinni. En ég tel æskilegast, að dómar séu stuttir og að það sé hin rétta túlkun á ákvæði 193. gr. eml. að að dómar eigi að vera „glöggir og skýrir.“ Og ég þekki engin dæmi þess, að héraðsdómur hafi verið ómerktur á þeirri forsendu, að hann hafi verið of stuttur. Enda teldi ég ekki stætt á því, að minnsta kosti ekki á meðan málavöxtum er ekki beinlínis ranglega lýst. Hins vegar 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.