Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 37
taka ákvörðun um það, hvort rétt sé að áfrýja dómi eða ekki. Um sjálfar röksemdir dómanna er erfitt að segja nokkuð ákveðið. Þær hljóta að sjálfsögðu að fara eftir málsefninu hverju sinni, og eru því eins breytilegar og málin eru mörg. En mjög almennt séð, má segja, að venjulega hefjist rökstuðningurinn á því, að fjalla um sönn- unarþátt málsins, hvað telst sannað og hvers vegna, og er þá ýmis háttur á hafður eftir eðli sönnunargagns, hvort um er að ræða skrif- leg gögn, vitnisburði eða aðiljaskýrslur. Er þá hvort tveggja til, að vitnað er almennt til tiltekinna gagna, t.d. „Með vísan til framan- greindra vitnisburða . ..“ eða að sönnun er leidd af einhverju ákveðnu sönnunargagni og er þá meira sérgreind, t.d. „Með vísan til kaup- samningsins á dskj. nr. 3, telur dómurinn sannað,“ o.s.frv. Eða að endingu, að sönnun er byggð á hvort tveggja þessu, t.d. þegar tekið er til orða eitthvað á þessa leið: „Með vísan til framangreindra vitnis- burða, einkum til vitnisburðar N.N“‘, — eða, „svo og til samningsins á dskj. nr. 3 telur dómurinn sannað .. .“ o.s.frv. Þegar búið er að afgreiða sönnunaratriði málsins, er venja að snúa sér að lagalega þættinum. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að gerast lang- orður um lagaskýringar í þessum hópi, en í örstuttu máli þá byggjast þær á orðaskýringum, tilgangi laganna, undirbúningi við lagasetn- ingu, greinargerðum og umræðum í þinginu. Yfirleitt er rökstuðningur í íslenskum dómum stuttorður og hnit- miðaður við niðurstöðuna, laus við miklar vangaveltur í lögfræði eða siðfræði. Má segja, að það sé hvort tveggja í senn styrkur íslenskra dóma og veikleiki. Styrkur vegna þess, að þá er efasemdunum ýtt til hliðar, og niðurstaðan verður heilsteyptari, a.m.k. á yfirborðinu, en veikleiki, vegna þess, að þá fá þeir, sem dóminn lesa, ekki nægilega innsýn í þá þætti, sem hafa togast á í huga dómarans og hjarta, er hann samdi dóminn. En opinská dómsniðurstaða getur haft örvandi áhrif á lögfræðiléga umræðu, og þar af leiðandi lögfræði almennt. Með þetta í huga, þá sakna ég oft þess, að íslenskir dómarar skuli ekki vera eins einlægir og opinskáir og starfsbræður þeirra t.d. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Noregi. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því, að slíkir dómar bjóða gagnrýninni heim, því að þeir liggja langt- um betur við höggi, heldur en stuttorðu dómarnir. Það ætti þó ekki að hræða dómara um of, því að fagleg og heiðarleg gagnrýni er af hinu góða. Aftur á móti er slæm gagnrýni af hinu illa, því að hún grefur undan því trausti, sem almenningur þarf að bera til dómstól- anna, ef vel á að vera. Það fer að sjálfsögðu eftir kröfugerðinni og málsástæðunum, hversu 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.